31 hryssa með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi 2020
Hryssan Þóra frá Prestbæ er í efsta sæti í heiðursverðlaunaflokki fyrir afkvæmi hryssa 2020. Hlaut hún 136 stig í aðaleinkunn kynbótamats og 129 stig í aðaleinkunn kynbótamats án skeiðs.
Í öðru sæti á listanum er Happadís frá Stangarholi með 127 stig í báðum kynbótamatsflokkum og Þjóð frá Skagaströnd er í þriðja sæti með 127 í aðaleinkunn kynbótamats og 121 stig í kynbótamati án skeiðs.
Alls hlutu 31 hryssa heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á árinu en til að hljóta verðlaunin þarf hryssan að eiga að lágmarki fimm dæmd afkvæmi og vera með 116 stig í kynbótamati fyrir aðaleinkunn eða aðaleinkunn án skeiðs.
Hérna má sjá lista yfir þær hryssur sem náðu þessum merka áfanga á árinu, kynbótamat fyrir aðaleinkunn og aðaleinkunn án skeiðs. Röðun hryssna er eftir kynbótamati aðaleinkunnar, nokkrar hryssur eru jafnar að stigum en röðun þeirra fer þá eftir aukastöfum kynbótamatsins.