Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
350 milljóna evra styrkur
Fréttir 6. september 2016

350 milljóna evra styrkur

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Áætlanir eru um að leggja um 350 milljónir evra í sjóð sem verður útdeilt til kúabænda í löndum Evrópusambandsins. Þetta eru rúmlega 47 milljarðar íslenskra króna. Aðildarlöndin hafa leyfi til að tvöfalda þá upphæð. 
 
Danir fá 70 milljónir danskra króna í „hjálparpakka“, eða tæplega 1,3 milljarða íslenskra króna, fyrir þarlenda mjólkurbændur. Að auki verður haldið eftir um 150 milljónum evra (20 milljörðum íslenskra króna) í sjóði sem bændur innan Evrópusambandsins geta sótt í. Upphæðin sem fer til Dana verður notuð til að minnka framleiðsluna. Peningarnir eiga að nýtast öllum búgerðum, hvort heldur sem um lítil eða stór bú er að ræða. 
 
Niels Lindberg Madsen, Evrópusambandssérfræðingur hjá dönsku bændasamtökunum Landbrug & fødevarer, er áhyggjufullur yfir því að löndin megi tvöfalda upphæðina því erfitt sé fyrir Dani að keppa við það. Þeir verði því óhjákvæmilega undir í samkeppninni.
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...