Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Áætla að fella 23.000 hektara af frumskógi til að rækta pálmaolíu
Fréttir 9. mars 2015

Áætla að fella 23.000 hektara af frumskógi til að rækta pálmaolíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matarolíuframleiðandi í Perú hefur fengið leyfi yfirvalda þar í landi til að fella 23.000 hektara frumskóglendi í norðurhluta Amasonskógarins til að rækta pálma sem unnin er pálmaolía úr.

Skógarnir sem til stendur að fella eru 85% frumskógar. Frumskógar nefnast náttúrulegir skógar sem hafa fengið að vaxa og dafnað án þess að mannshöndin hafi komið þar nærri og í þá hafi verið plantað trjám.

Fyrirtækið sem um ræðir kallast Palma del Espino og er hluti af Romero samsteypunni sem er risafyrirtæki í Suður- Amerískum matvælaiðnaði.

Til skamms tíma hefur framleiðsla á pálmaolíu verið minni í Perú en í nágranaríkjunum, Ekvador og Kólumbíu. Aukningin undanfarin ár er þó umtalsverð og útlit fyrir að pálmaolía verði ræktuð á 1,5 milljón hekturum lands í Perú eftir nokkur ár.

Samkvæmt lögum í Perú eru frumskógar Amason friðaðir en þrátt fyrir það eru þeir feldir á báða bóga og segja skógfriðunarsinnar að fyrirtæki eins og Romero samsteypan notfæri sér göt í lögum og mútur til að ná sínu fram. 

Skylt efni: Skógareyðing | pálmaolía

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...