Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Áætla að fella 23.000 hektara af frumskógi til að rækta pálmaolíu
Fréttir 9. mars 2015

Áætla að fella 23.000 hektara af frumskógi til að rækta pálmaolíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matarolíuframleiðandi í Perú hefur fengið leyfi yfirvalda þar í landi til að fella 23.000 hektara frumskóglendi í norðurhluta Amasonskógarins til að rækta pálma sem unnin er pálmaolía úr.

Skógarnir sem til stendur að fella eru 85% frumskógar. Frumskógar nefnast náttúrulegir skógar sem hafa fengið að vaxa og dafnað án þess að mannshöndin hafi komið þar nærri og í þá hafi verið plantað trjám.

Fyrirtækið sem um ræðir kallast Palma del Espino og er hluti af Romero samsteypunni sem er risafyrirtæki í Suður- Amerískum matvælaiðnaði.

Til skamms tíma hefur framleiðsla á pálmaolíu verið minni í Perú en í nágranaríkjunum, Ekvador og Kólumbíu. Aukningin undanfarin ár er þó umtalsverð og útlit fyrir að pálmaolía verði ræktuð á 1,5 milljón hekturum lands í Perú eftir nokkur ár.

Samkvæmt lögum í Perú eru frumskógar Amason friðaðir en þrátt fyrir það eru þeir feldir á báða bóga og segja skógfriðunarsinnar að fyrirtæki eins og Romero samsteypan notfæri sér göt í lögum og mútur til að ná sínu fram. 

Skylt efni: Skógareyðing | pálmaolía

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...