Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Áætla að fella 23.000 hektara af frumskógi til að rækta pálmaolíu
Fréttir 9. mars 2015

Áætla að fella 23.000 hektara af frumskógi til að rækta pálmaolíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matarolíuframleiðandi í Perú hefur fengið leyfi yfirvalda þar í landi til að fella 23.000 hektara frumskóglendi í norðurhluta Amasonskógarins til að rækta pálma sem unnin er pálmaolía úr.

Skógarnir sem til stendur að fella eru 85% frumskógar. Frumskógar nefnast náttúrulegir skógar sem hafa fengið að vaxa og dafnað án þess að mannshöndin hafi komið þar nærri og í þá hafi verið plantað trjám.

Fyrirtækið sem um ræðir kallast Palma del Espino og er hluti af Romero samsteypunni sem er risafyrirtæki í Suður- Amerískum matvælaiðnaði.

Til skamms tíma hefur framleiðsla á pálmaolíu verið minni í Perú en í nágranaríkjunum, Ekvador og Kólumbíu. Aukningin undanfarin ár er þó umtalsverð og útlit fyrir að pálmaolía verði ræktuð á 1,5 milljón hekturum lands í Perú eftir nokkur ár.

Samkvæmt lögum í Perú eru frumskógar Amason friðaðir en þrátt fyrir það eru þeir feldir á báða bóga og segja skógfriðunarsinnar að fyrirtæki eins og Romero samsteypan notfæri sér göt í lögum og mútur til að ná sínu fram. 

Skylt efni: Skógareyðing | pálmaolía

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...