Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Aðgerða krafist strax vegna neyðarástands
Fréttir 4. maí 2015

Aðgerða krafist strax vegna neyðarástands

Höfundur: smh

Í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér kemur fram að staðan sé alvarlegust í alifugla- og svínarækt þar sem að engin heilbrigðiskoðun getur átt sér stað á meðan verkfall dýralækna hjá Matvælastofnun stendur yfir. „Vegna þessa er velferð dýranna ógnað þar sem að þéttleiki í eldishúsum er kominn yfir leyfileg mörk. Þá hefur lausafjárstaða búanna versnað hratt, þar sem þau koma ekki kjöti á markað sem aftur dregur fljótt úr getu þeirra til að kaupa fóður og önnur nauðsynleg aðföng til að sinna dýrunum. Verkfallið getur hreinlega knúið sum þeirra í gjaldþrot og valdið mikilli röskun á kjötframleiðslu í landinu, langt umfram þann tíma sem verkfallið sjálft mun standa,“ segir í tilkynningunni.

Af þessu tilefni sendu Bændasamtökin í dag bréf til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem hinu grafalvarlega ástandi er lýst og aðgerða krafist strax vegna þessa neyðarástands. Samtökin leggja þunga áherslu á að ráðherra geri allt sem í hans valdi stendur til að stuðla að lausn deilunnar enda ber hann ábyrgð á framkvæmd laga um velferð dýra. 

Þá hefur fulltrúi Bændasamtakanna í fagráði um velferð dýra farið fram á að ráðið verði nú þegar kallað saman til að fjalla um um þessa alvarlegu stöðu.  Ráðið starfar samkvæmt lögum um velferð dýra og er meðal annars ætlað að að fylgjast með þróun dýravelferðarmála og upplýsa Matvælastofnun um mikilvæg málefni á sviði velferðar dýra.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...