Ástand sem ekki má koma upp aftur
Verkfall dýralækna stóð í tæpar tíu vikur. Það hafði víðtæk áhrif og ekki síst á bændur. Um tíma máttu þeir hvorki slátra né setja kjöt á markað þannig að bæði velferð dýra og hagur bænda var í húfi.
Verkfall dýralækna stóð í tæpar tíu vikur. Það hafði víðtæk áhrif og ekki síst á bændur. Um tíma máttu þeir hvorki slátra né setja kjöt á markað þannig að bæði velferð dýra og hagur bænda var í húfi.
Verkfalli náttúrufræðinga, matvæla- og næringarfræðinga og dýralækna hjá Matvælastofnun lauk með lagasetningu um síðustu helgi.
Vel hefur gengið á þær birgðir sem til eru af kindakjöti síðustu vikur, en neytendur hafa í auknum mæli snúið sér að því undanfarið. Nautakjötsbirgðir eru aftur á móti á þrotum hjá afurðastöðvum.
Stjórn Félags kúabænda á Suðurlandi hefur sent frá sér yfirlýsingu og vekur athygli á ófremdarástandi vegna verkfalls dýralækna hjá MAST. Það hefur nú staðið síðan 20. apríl.
Við afgreiðslu undanþágubeiðna verður tekið til að hætta sé á að framleiðendur svína- og alifuglakjöts muni eiga í erfiðleikum með að afla aðfanga og fóðurs fyrir búfénað sinn.
Vegna frétta fjölmiðla í dag þess efnis að 200 tonn af innfluttu kjöti bíði tollafgreiðslu vilja Bændasamtökin koma því á framfæri að áætlað er að uppsafnaðar birgðir af svínakjöti og alifuglakjöti sem ekki hefur farið á markað vegna verkfalls dýralækna verði í lok þessarar viku um 1.400 tonn.
Verkfall dýralækna og fleiri starfsstétta innan BHM hefur nú staðið frá 20. apríl og lengur hjá sumum. Lítil hreyfing hefur verið á málinu þó að síðustu fréttir hermi að einhverjar nýjar lausnir gætu verið að fæðast.
Miklar birgðir af kjúklinga- og svínakjöti safnast upp í landinu vegna verkfalla BHM. Gera má ráð fyrir að magnið verði milli 1.200 og 1.400 tonn í lok vikunnar. Verkfall dýralækna hófst 20. apríl og stendur enn.
Að undanförnu hafa birst í fjölmiðlum ýmsar athugasemdir frá fulltrúum bænda um verkfall dýralækna. Verkföll eru neyðarúrræði í kjarabaráttu.
Stjórn Bændasamtaka Íslands fundaði í dag vegna þess grafalvarlega ástands sem upp er komið í íslenskum landbúnaði vegna vinnudeilu BHM og ríkisins. Samtökin krefjast aðgerða vegna neyðarástands.
Sem kunnugt er hafa verkföll félaga í stéttarfélögum innan BHM haft víðtæk áhrif á starfsemi bænda og úrvinnslugreinar landbúnaðarins frá því að þau hófust aðfaranótt mánudagsins 20. apríl. Áhrifamest, á störf tengdum landbúnaði, eru verkföll dýralækna, matvælafræðinga og líffræðinga. Engar undanþágur hafa til að mynda verið veittar til slátrunar s...
Bændasamtök Íslands fagna því að undanþágunefnd BHM hafi síðastliðinn föstudag samþykkt að veita undanþágur frá verkfalli dýralækna, svo að alifuglaslátrun gæti farið fram.
Öllum beiðnum um undanþágu til slátrunar vegna verkfalls dýralækna, sem hófst í gær, hefur verið hafnað. Í gær tók undanþágunefnd fyrir þrjár umsóknir frá alifuglabændum.
Fjóra beiðnir um undanþágu bárust í gær frá bændum vegna verkfalls dýralækna sem hófst í gær. Þrjár umsóknir bárust frá alifuglabændum og ein frá svínabúi. Tveimur umsóknum frá alifuglabændum og umsókninni frá svínabúinu var hafnað á þeim forsendum að fullnægjandi upplýsingar hefðu ekki fylgt umsóknunum.