Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Mikil birgðasöfnun vegna verkfalla
Mynd / VH
Fréttir 13. maí 2015

Mikil birgðasöfnun vegna verkfalla

Vegna frétta fjölmiðla í dag þess efnis að 200 tonn af innfluttu kjöti bíði tollafgreiðslu vilja Bændasamtökin koma því á framfæri að áætlað er að uppsafnaðar birgðir af svínakjöti og alifuglakjöti sem ekki hefur farið á markað vegna verkfalls dýralækna verði í lok þessarar viku um 1.400 tonn.

Kjötið er geymt í frosti þar sem ekki hafa fengist undanþágur frá verkfalli til slátrunar nema með skilyrðum um að setja vörur á frost. Magn innlends kjöts í frystigeymslum er því sjöfallt meira í tonnum talið en þess erlenda kjöts sem bíður tollafgreiðslu. Slík birgðasöfnun mun leiða til fjárhagslegs tjóns fyrir bændur löngu eftir að verkfalli lýkur.

Frá því að verkfall dýralækna hófst þann 20. apríl hafa innlendir alifuglabændur og svínabændur ekki fengið tekjur af framleiðslu sinni. Fjárhagsstaða margra búa er því orðin verulega erfið sem hefur áhrif á möguleika þeirra til að kaupa fóður og aðföng til að sinna dýrunum, sem og að framleyta sér og fjölskyldum sínum. Ljúki verkfalli ekki brátt mun fjöldi búa standa frammi fyrir gjaldþroti.

Sjá einnig forsíðufrétt Bændablaðsins í dag:

Um 1.200 til 1.400 tonn af
svína- og kjúklingakjöti hafa safnast upp

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...