Öllum beiðnum um undanþágu til slátrunar hefur verið hafnað
Öllum beiðnum um undanþágu til slátrunar vegna verkfalls dýralækna, sem hófst í gær, hefur verið hafnað. Í gær tók undanþágunefnd fyrir þrjár umsóknir frá alifuglabændum.
Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, segir að þessar beiðnir hafi verið ítrekaðar og fara því aftur í dag til undanþágunefndar. Þá fara einnig tvær beiðnir frá tveimur svínaræktendum fyrir nefndina i dag, auk þess sem tveir frumframleiðendur alifuglakjöts hafa sótt um undanþágu.