Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Þrengir að gripum í fjósum bænda
Skoðun 2. júní 2015

Þrengir að gripum í fjósum bænda

Stjórn Félags kúabænda á Suðurlandi hefur sent frá sér yfirlýsingu og vekur athygli á ófremdarástandi vegna verkfalls dýralækna hjá MAST.

Verkfalli hefur staðið síðan 20. apríl síðast liðnum. Skorað er á deiluaðila að sinna samningsvinnu með lausn í huga nú þegar.

"Mjög þrengir að gripum í fjósum bænda. Vegna tíðarfars verður gripum ekki sleppt í haga að sinni og betri hey ætluð nautgripum eru allvíða á þrotum. Erfitt verður því að framfylgja löggjöf um dýravelferð vegna þessa ástands ef svo heldur áfram. Að ekki sé minnst á  heilbrigðisvandamál  hjá gripum sem alltaf geta komið upp. 

Þetta vandamál mun að auki  teygja sig áfram næstu mánuði fram í tímann þó deilan leysist, vegna uppsafnaðs vanda síðustu vikur síðan slátrun stöðvaðist. Einnig er tekjustreymi greinarinnar ekki til staðar með tilheyrandi kostnaði og erfiðleikum í rekstri þeirra sem hafa aðaltekjur af kjötframleiðslu. Reikningar halda áfram að berast.

 

Ef fyrirliggjandi kjötskorti verslana og neytendamarkaðs á afurðum nautgripa á að leysa með undanþágum er þess krafist að innlend framleiðsla sitji við sama borð og innflutt.

 

Skylt efni: Kýr | Verkfall dýralækna

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir
Skoðun 12. desember 2024

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir

Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 af bjartsýnum stórhuga konum.

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það
Skoðun 9. desember 2024

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það

Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað ...

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...