Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Undanþágubeiðnum um slátrun hafnað – væntanlega teknar fyrir aftur í dag
Fréttir 21. apríl 2015

Undanþágubeiðnum um slátrun hafnað – væntanlega teknar fyrir aftur í dag

Höfundur: smh

Fjóra beiðnir um undanþágu bárust í gær frá bændum vegna verkfalls dýralækna sem hófst í gær. Þrjár umsóknir bárust frá alifuglabændum og ein frá svínabúi. Tveimur umsóknum frá alifuglabændum og umsókninni frá svínabúinu var hafnað á þeim forsendum að fullnægjandi upplýsingar hefðu ekki fylgt umsóknunum.

Fresta þurfti afgreiðslu á umsókn frá einu alifuglabúi þangað til í dag.

Á meðan verkfall stendur yfir er ekki hægt að slátra og kemur það verst niður á alifugla- og svínabændum, þar sem fljótlega fer að þrengjast um gripina á búunum.

„Ég á nú von á því að umsóknirnar frá alifuglabúunum fari allar aftur til umfjöllunar í dag, en þær viðbótarupplýsingar sem óskað var eftir frá svínabúinu hafa ekki borist ennþá,“ segir Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar sem er undanþeginn verkfalli líkt og Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir.

Í undanþágunefndum sitja tveir fulltrúar frá hvorum deiluaðila; dýralæknafélaginu og ríkinu. Til að undanþága sé heimiluð verða fulltrúarnir báðir að vera samþykkir.

Jón segir að ein umsókn um undanþágu hafi einnig borist Félagi íslenskra náttúrufræðinga, vegna innflutnings á lífrænum vörnum og fræjum – til nota í garðyrkju – en henni hafi verið hafnað og það sé endanleg ákvörðun.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...