Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Undanþágubeiðnum um slátrun hafnað – væntanlega teknar fyrir aftur í dag
Fréttir 21. apríl 2015

Undanþágubeiðnum um slátrun hafnað – væntanlega teknar fyrir aftur í dag

Höfundur: smh

Fjóra beiðnir um undanþágu bárust í gær frá bændum vegna verkfalls dýralækna sem hófst í gær. Þrjár umsóknir bárust frá alifuglabændum og ein frá svínabúi. Tveimur umsóknum frá alifuglabændum og umsókninni frá svínabúinu var hafnað á þeim forsendum að fullnægjandi upplýsingar hefðu ekki fylgt umsóknunum.

Fresta þurfti afgreiðslu á umsókn frá einu alifuglabúi þangað til í dag.

Á meðan verkfall stendur yfir er ekki hægt að slátra og kemur það verst niður á alifugla- og svínabændum, þar sem fljótlega fer að þrengjast um gripina á búunum.

„Ég á nú von á því að umsóknirnar frá alifuglabúunum fari allar aftur til umfjöllunar í dag, en þær viðbótarupplýsingar sem óskað var eftir frá svínabúinu hafa ekki borist ennþá,“ segir Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar sem er undanþeginn verkfalli líkt og Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir.

Í undanþágunefndum sitja tveir fulltrúar frá hvorum deiluaðila; dýralæknafélaginu og ríkinu. Til að undanþága sé heimiluð verða fulltrúarnir báðir að vera samþykkir.

Jón segir að ein umsókn um undanþágu hafi einnig borist Félagi íslenskra náttúrufræðinga, vegna innflutnings á lífrænum vörnum og fræjum – til nota í garðyrkju – en henni hafi verið hafnað og það sé endanleg ákvörðun.

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...