Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ástand sem ekki má koma upp aftur
Fréttir 1. júlí 2015

Ástand sem ekki má koma upp aftur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Verkfall dýralækna stóð í tæpar tíu vikur. Það hafði víðtæk áhrif og ekki síst á bændur. Um tíma máttu þeir hvorki slátra né setja kjöt á markað þannig að bæði velferð dýra og hagur bænda var í húfi.

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að svona ástand megi ekki koma upp aftur.

„Næstu skref af hálfu Bænda­samtakanna er að fara yfir afleiðingar verkfallsins og ræða þær við stjórnvöld og dýralækna til að skoða hvað við getum gert til að koma í veg fyrir að svona gerist aftur,“ segir Sindri.

Ekki boðlegt ástand

„Ég ber fulla virðingu fyrir verkfallsréttinum og réttindum fólks til að berjast fyrir bættum kjörum. Þegar kemur að velferð dýra í dýrahaldi sem hefur þann tilgang að framleiða matvöru verður starfsemin að ganga eftir með ákveðnum hætti.

Eldi dýra til matvælaframleiðslu er ekki eins og átöppunarverksmiðja fyrir vatn þar sem er hægt að skrúfa fyrir framleiðsluna og loka. Eðli matvælaframleiðslu er þannig að hún verður að ganga sem mest hnökralaust og það er ekki boðlegt að ein stétt geti sett hana í svona mikið uppnám.“

Sindri segir því nauðsynlegt að fara yfir málið með öllum aðilum og skoða hvort hægt sé að gera þær breytingar sem leiði til þess að verkfallsaðgerðir sem þessar hafi ekki áhrif á velferð dýra og afkomu bænda sem eru þriðji aðili að málinu og hafa ekki með samningana að gera.

Hissa á að svona ástand komi upp

Að sögn Sindra höfðu Bænda­samtökin samband við systursamtök sín á Norðurlöndunum og leituðu upplýsinga um hvernig þau hefðu brugðist við í svipuðum tilfellum.

„Þar þekktu menn ekki dæmi um svona langt verkfall og að viðlíka vandamál hefði komið upp. Menn nefndu dæmi um tveggja daga verkfall en ekkert í líkingu við það sem var að ljúka hér og voru hreinlega hissa á því að svona ástand gæti komið upp.“

Ólíklegt að það verði krafist skaðabóta

Heyrst hafa raddir sem vilja skoða möguleika bænda á að krefjast skaðabóta frá dýralæknum vegna aðgerðanna.

Sindri segist ekki búast við að farið verði út í slíkar aðgerðir. „Það hafa nokkrir aðilar, t.d. sláturleyfishafar, ámálgað að þeir vildu láta kanna réttarstöðu sína. En eftir að samkomulag náðist í verkfallinu um ákveðna markaðssetningu afurða þá drógu menn heldur í land með það.“

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...