Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ástand sem ekki má koma upp aftur
Fréttir 1. júlí 2015

Ástand sem ekki má koma upp aftur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Verkfall dýralækna stóð í tæpar tíu vikur. Það hafði víðtæk áhrif og ekki síst á bændur. Um tíma máttu þeir hvorki slátra né setja kjöt á markað þannig að bæði velferð dýra og hagur bænda var í húfi.

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að svona ástand megi ekki koma upp aftur.

„Næstu skref af hálfu Bænda­samtakanna er að fara yfir afleiðingar verkfallsins og ræða þær við stjórnvöld og dýralækna til að skoða hvað við getum gert til að koma í veg fyrir að svona gerist aftur,“ segir Sindri.

Ekki boðlegt ástand

„Ég ber fulla virðingu fyrir verkfallsréttinum og réttindum fólks til að berjast fyrir bættum kjörum. Þegar kemur að velferð dýra í dýrahaldi sem hefur þann tilgang að framleiða matvöru verður starfsemin að ganga eftir með ákveðnum hætti.

Eldi dýra til matvælaframleiðslu er ekki eins og átöppunarverksmiðja fyrir vatn þar sem er hægt að skrúfa fyrir framleiðsluna og loka. Eðli matvælaframleiðslu er þannig að hún verður að ganga sem mest hnökralaust og það er ekki boðlegt að ein stétt geti sett hana í svona mikið uppnám.“

Sindri segir því nauðsynlegt að fara yfir málið með öllum aðilum og skoða hvort hægt sé að gera þær breytingar sem leiði til þess að verkfallsaðgerðir sem þessar hafi ekki áhrif á velferð dýra og afkomu bænda sem eru þriðji aðili að málinu og hafa ekki með samningana að gera.

Hissa á að svona ástand komi upp

Að sögn Sindra höfðu Bænda­samtökin samband við systursamtök sín á Norðurlöndunum og leituðu upplýsinga um hvernig þau hefðu brugðist við í svipuðum tilfellum.

„Þar þekktu menn ekki dæmi um svona langt verkfall og að viðlíka vandamál hefði komið upp. Menn nefndu dæmi um tveggja daga verkfall en ekkert í líkingu við það sem var að ljúka hér og voru hreinlega hissa á því að svona ástand gæti komið upp.“

Ólíklegt að það verði krafist skaðabóta

Heyrst hafa raddir sem vilja skoða möguleika bænda á að krefjast skaðabóta frá dýralæknum vegna aðgerðanna.

Sindri segist ekki búast við að farið verði út í slíkar aðgerðir. „Það hafa nokkrir aðilar, t.d. sláturleyfishafar, ámálgað að þeir vildu láta kanna réttarstöðu sína. En eftir að samkomulag náðist í verkfallinu um ákveðna markaðssetningu afurða þá drógu menn heldur í land með það.“

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...