Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stefán Gíslason frá Environice og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra við undirritum samnings um eflingu á lífrænni framleiðslu.
Stefán Gíslason frá Environice og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra við undirritum samnings um eflingu á lífrænni framleiðslu.
Mynd / Matvælaráðuneytið
Fréttir 4. október 2022

Aðgerðaáætlun til eflingar lífrænnar framleiðslu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra undirritaði fyrir skömmu samning við ráðgjafarfyrirtækið Environice um gerð tillagna að aðgerðaáætlun fyrir eflingu lífrænnar framleiðslu.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu vegna samningsins segir að áætlunin sé unnin í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem áhersla er lögð á öfluga íslenska matvælaframleiðslu.

Meðal verkefna sem þar eru tilgreind er tímasett áætlun til eflingar lífrænnar framleiðslu sem er lykilþáttur í að auka sjálfbærni íslensks landbúnaðar. Lífræn framleiðsla getur varðveitt líffræðilegan fjölbreytileika, auk þess sem eftirspurn eftir vottaðri lífrænni framleiðslu fer vaxandi.

Í aðgerðaáætlun verða skilgreindir hvatar til aukinnar lífrænnar ræktunar. Áhersla verður lögð á fræðslu til framleiðenda og neytenda og eflingu rannsókna á áhrifum lífrænnar framleiðslu. Aðgerðaáætlunin verður unnin í samráði við helstu haghafa og jafnframt verður leitað hentugra fyrirmynda í nágrannalöndum.

Meðal markmiða er að í áætluninni komi fram tillögur sem geti aukið lífræna framleiðslu og taki mið af þeim áskorunum sem framleiðslan glímir við í dag.

Tillögum að aðgerðaáætlun verður skilað til matvælaráðherra í ársbyrjun 2023.

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...