Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Matvælastofnun stendur frammi fyrir margvíslegum áskorunum, samkvæmt niðurstöðum úttektar Ríkisendurskoðunar.
Matvælastofnun stendur frammi fyrir margvíslegum áskorunum, samkvæmt niðurstöðum úttektar Ríkisendurskoðunar.
Mynd / smh
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MAST) með velferð dýra var gefin út 16. nóvember.

Í helstu niðurstöðum kemur fram að stofnunin standi frammi fyrir margvíslegum áskorunum þar sem ekki hafi tekist að byggja upp nægilegt traust sem nauðsynlegt sé hverri eftirlitsstofnun.

Þannig þurfi stofnunin að huga betur að innri og ytri upplýsingagjöf, virkja betur samstarfsráð sitt og bæta samskipti og samstarf við hagaðila.

Langlundargeð í dýravelferðarmálum

Gagnrýnt er að stofnunin hafi sýnt langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra hafi verið ábótavant. Mikilvægt sé að málsmeðferð sé vönduð við beitingu íþyngjandi úrræða, en þó megi hún ekki vera á kostnað velferðar dýra.

Rík ástæða sé til að MAST þrói betur skipulag eftirlits til að stuðla að aukinni velferð dýra í samræmi við markmið laga. Eftirlitið eigi lögum samkvæmt að vera áhættubundið og ástæða sé til að beita áhættu- og frammistöðumati í meira mæli en nú er gert til að stýra og forgangsraða reglubundnu eftirliti.

Óraunhæfar áætlanir

Í skýrslunni kemur fram að horfa þurfi til þess að herða á eftirliti þar sem aukin áhætta greinist en veita meiri slaka þar sem það er réttlætanlegt. Gerðar hafi verið áætlanir um eftirlit sem byggjast á áhættumati í frumframleiðslu búfjárafurða en þær hafa ítrekað reynst óraunhæfar og framkvæmt eftirlit verið langt undir settum markmiðum. Úr þessu þurfi að bæta.

Ríkisendurskoðun tiltekur sérstaklega að á árinu 2022 hafi MAST í fyrsta sinn gripið til vörslusviptingar á grundvelli 10. greinar laga um velferð dýra sem fjallar um getu, hæfni og ábyrgð umsjónarmanna dýra. Síðan hafi stofnunin beitt þessu ákvæði í að minnsta kosti tveimur öðrum tilvikum.

Beitingu ákvæðisins er talin vera til bóta í þeim tilfellum sem við á, til dæmis þegar ítrekuð frávik koma fram og úrbætur eru ekki gerðar til frambúðar. Er á það bent að stofnunin hafi haft þetta úrræði frá árinu 2014, en ekki nýtt fyrr.

Um frumkvæðisúttekt var að ræða sem Ríkisendurskoðun hóf vinnu við í september 2022, þar sem leitast var við að kanna hvort eftirlitið væri skilvirkt og árangursríkt og hvort það væri í samræmi við lög og reglugerðir um velferð dýra.

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...