Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfjarðarhólfi um að afhending gripa til slátrunar verði eftir sauðburð.

Um aðgerðir stofnunarinnar er að ræða í kjölfar smitrakninga vegna riðutilfella sem staðfest voru á Bergsstöðum og Syðri-Urriðaá. Áður hefur komið fram að einhverjir bændur væru tregir til að láta gripi sína í hendur stofnunarinnar, meðal annars vegna þess að sauðburður væri yfirstandandi.

„Við sendum svör á alla bændur sem höfðu andmælt. Þar föllumst við á andmæli vegna frests til aðgerða, gegn því að ýtrustu smitvarna sé gætt í millitíðinni. Síðasti afhendingar- dagur verður því 19. júní samkvæmt samkomulaginu. Mér sýnist að allir nema einn hafi samþykkt þetta,“ segir Daníel.

Um 35 gripir

Daníel segir að gripirnir sem um ræðir séu um 35, mest hrútar, en reyndar sé einn bændanna tíu sem um ræðir ekki með sitt skýrsluhald í Fjárvís þannig að nákvæm tala liggi ekki fyrir. „Eftir sauðburð búumst við að þetta verði um 50 gripir með lömbum,“ segir hann.

Í kjölfar riðutilfellisins á Bergsstöðum, þar sem tæplega 700 fjár var fargað, fór Matvælastofnun í smitrakningu á gripum sem höfðu verið seldir þaðan og fannst smit í einni gimbur sem rakin var á Syðri- Urriðaá og hafði komið þangað árið 2020.

Ekkert smit í 70 gripum

Að sögn Daníels hafa um 70 sýni úr gripum frá Syðri-Urriðaá verið greind eftir að rannsóknastofan á Keldum tók aftur til starfa eftir eldsvoða þar, en einungis þetta eina sýni hefur reynst jákvætt. „Það er afar líklegt að gimbrin hafi á þessum tíma náð að smita út frá sér en það virðist vera sem svo að smitið hafi ekki náð fótfestu í hjörðinni að Syðri-Urriðaá. Því lá mér mikið á að kalla inn þessa gripi alla áður en þeir næðu að smita út frá sér.“

Daníel segir að greining á sýnum frá Syðri-Urriðaá sé aftur komin á fullt á Keldum. Hann vonast til að góð mynd af stöðunni á Syðri- Urriðaá gæti orðið ljós á næstu dögum.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...