Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Afrísk svínaflensa breiðist hratt út í Evrópu
Fréttir 20. september 2018

Afrísk svínaflensa breiðist hratt út í Evrópu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talsverð hætta er talin á að afrísk svínaflensa geti breiðst hratt út í Evrópu en sýkingin greindist nýlega í tveimur villisvínum í Belgíu. Pestin er mjög smitandi og hafa stjórnvöld í Hollandi og Frakklandi auk Belgíu sett varnir gegn útbreiðslu hennar á hæsta viðbúnaðarstig.

Veiðar á villisvínum í Belgíu hafa verið bannaðar fram í miðjan október og bannað er að flytja dýr, hvort sem þau eru lifandi eða dauð, um stór svæði í landinu. Göngufólk er beðið um að halda sig frá göngustígum sem vitað er að villisvín fara um og verið er að taka sýni á býlum í nágrenni við svæði þar sem dauðu villisvínin fundust. Svínabændur í Belgíu eru mjög uggandi um sinn hag og hafa farið fram á að villisvín verði felld á stórum svæðum í landinu til að tryggja að sýkingin berist ekki í alisvín.

Greindist í Rúmeníu fyrr á árinu

Afrísk svínaflensa kom síðast upp í Belgíu árið 1985 og í kjölfar hennar þurfti að slátra yfir 30 þúsund svínum í landinu. Flensunnar núna í Evrópu varð fyrst vart í Rúmeníu og Ungverjalandi fyrir rúmum mánuði og hefur 130 þúsund svínum verið fargað vegna smithættu. Einnig er vitað um einangruð tilfelli smits í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi fyrr á þessu ári.

Danir huga að varnarmúr

Alvarleiki málsins er slíkur að Þjóðverjar ætla að grípa til sértækra aðgerða til að reyna að koma í veg fyrir að svínapestin nái útbreiðslu þar í landi og í Danmörku er talað um að nauðsynlegt kunni að reisa einhvers konar varnarmúr á landamærum Danmerkur og Þýskalands nái afríska svínapestin mikilli útbreiðslu í Þýskalandi.

Nái svínapestin mikill útbreiðslu í Evrópu er nánast öruggt að það muni leiða til minnkandi útflutnings á svínakjöti frá álfunni til landa utan hennar.

Pestin greind í Kína

Svo virðist sem afríska svína­pestin hafi einnig greinst í Kína og yfirvöld þar gripið til ráðstafana sem felast í að fella sýkt dýr og banna flutninga dýra milli héraða.

Skylt efni: lýðheilsa | svína

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...