Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Afrísk svínaflensa breiðist hratt út í Evrópu
Fréttir 20. september 2018

Afrísk svínaflensa breiðist hratt út í Evrópu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talsverð hætta er talin á að afrísk svínaflensa geti breiðst hratt út í Evrópu en sýkingin greindist nýlega í tveimur villisvínum í Belgíu. Pestin er mjög smitandi og hafa stjórnvöld í Hollandi og Frakklandi auk Belgíu sett varnir gegn útbreiðslu hennar á hæsta viðbúnaðarstig.

Veiðar á villisvínum í Belgíu hafa verið bannaðar fram í miðjan október og bannað er að flytja dýr, hvort sem þau eru lifandi eða dauð, um stór svæði í landinu. Göngufólk er beðið um að halda sig frá göngustígum sem vitað er að villisvín fara um og verið er að taka sýni á býlum í nágrenni við svæði þar sem dauðu villisvínin fundust. Svínabændur í Belgíu eru mjög uggandi um sinn hag og hafa farið fram á að villisvín verði felld á stórum svæðum í landinu til að tryggja að sýkingin berist ekki í alisvín.

Greindist í Rúmeníu fyrr á árinu

Afrísk svínaflensa kom síðast upp í Belgíu árið 1985 og í kjölfar hennar þurfti að slátra yfir 30 þúsund svínum í landinu. Flensunnar núna í Evrópu varð fyrst vart í Rúmeníu og Ungverjalandi fyrir rúmum mánuði og hefur 130 þúsund svínum verið fargað vegna smithættu. Einnig er vitað um einangruð tilfelli smits í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi fyrr á þessu ári.

Danir huga að varnarmúr

Alvarleiki málsins er slíkur að Þjóðverjar ætla að grípa til sértækra aðgerða til að reyna að koma í veg fyrir að svínapestin nái útbreiðslu þar í landi og í Danmörku er talað um að nauðsynlegt kunni að reisa einhvers konar varnarmúr á landamærum Danmerkur og Þýskalands nái afríska svínapestin mikilli útbreiðslu í Þýskalandi.

Nái svínapestin mikill útbreiðslu í Evrópu er nánast öruggt að það muni leiða til minnkandi útflutnings á svínakjöti frá álfunni til landa utan hennar.

Pestin greind í Kína

Svo virðist sem afríska svína­pestin hafi einnig greinst í Kína og yfirvöld þar gripið til ráðstafana sem felast í að fella sýkt dýr og banna flutninga dýra milli héraða.

Skylt efni: lýðheilsa | svína

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...