Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Afurðaverð svipað og á síðasta ári
Fréttir 19. ágúst 2015

Afurðaverð svipað og á síðasta ári

Samkvæmt nýrri verðskrá vegna sauðfjárslátrunar hjá KS, Slátur­húss­ins á Hvammstanga, sláturfélaga Suðurlands og Norðlenska er grunnverð fyrir afurðaflokk R3 svip­að og á síðasta ári en greitt verður álag fyrstu sláturvikurnar. 
 
Sumarslátrun hefst hjá sláturhúsi SKVH á Hvammstanga eftir rúma viku, mánudaginn 17. ágúst, en haustslátrun 7. september. Hjá KS er ráðgert að hefja haustslátrun 8. september. Haustslátrun hjá Norðlenska hefst 31. ágúst.
 
Verð KS og SKVH
 
Kílóverð í flokki R3 hjá Sláturhúsinu á Hvammstanga og Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga er 572 krónur á kíló án álags og fer hæst í 714 krónur á kíló til bónda með álagi í sumarslátrun á Hvammstanga. 
 
Verð Norðlenska
 
Hjá Norðlenska er um að ræða sam­svar­andi verðskrá og á síðastliðnu ári en álagsgreiðslur í fyrstu viku sláturtíðar hafa hækkað úr 12 í 13%. Slátrun hefst hjá Norðlenska 31. ágúst. Grunnverð fyrir R3 er 571 krónur fyrir kílóið en er síðan breytilegt eftir vikum meðan á slátr­un stendur. Hæst er verðið 645 krónur fyrir kílóið sláturvikuna 31. ágúst til til 5. september en fer síðan lækkandi þar til slátrun lýkur.
 
Verð Sláturfélags Suðurlands
 
Hjá SS er boðið upp á mishátt verð eftir sláturvikum. Hærra verði á fyrri­ hluta sláturtímabilsins er ætlað að hvetja bændur til að leggja inn fyrr. Grunnverð hjá SS fyrir R3 er 572 krónur fyrir kílóið. 26. ágúst til 2. september verða greiddar 646 krónur fyrir kílóið. Sumarslátrun hjá SS verður dagana 19. og 26. ágúst. Slátr­að verður 2. og 3. september en samfelld haustslátrun hefst 9. sept. og stendur viku af nóvember.
 
Vopnafjörður og Kópasker
 
Samkvæmt upplýsingum frá sláturhúsinu á Vopnafirði verður afurðaverð það sama og á síðasta ári en greitt verður álag í ákveðnum vikum. Hjá Fjallalambi á Kópaskeri fengust þær upplýsingar að verðákvörðun lægi ekki fyrir en hún yrði tekin á næstu dögum.
 
Tillaga LS um afurðaverð
 
Nýverið settu Landssamtök sauðfjárbænda fram tillögur sínar að afurðaverði til bænda í haust undir yfirskriftinni „Sauðfjárbændur vilja sanngjarnt verð“. Þar er lagt til að meðalverð næstu þrjú ár verði sem hér segir:
 
Haustslátrun 2014  – meðalverð: 604 krónur (til viðmiðunar).
 
Haustslátrun 2015 – meðalverð: 677 krónur.
 
Haustslátrun 2016 – meðalverð: 719 krónur.
 
Haustslátrun 2017 – meðalverð: 762 krónur.
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...