Ágreiningur um undanþágu
Fátt bendir til að áframhaldandi og tímabundinn sala á plöntueitrinu glífósat verði leyfð í löndum Evrópusambandsins. Leyfi til sölu á efninu í löndum Evrópusambandsins rennur út í lok þessa mánaðar.
Talsverðar deilur hafa verið innan Evrópusambandsins undanfarna mánuði um hvort áfram eigi að leyfa sölu á plöntueitrinu glífósat til 15 ára. Efnið er meðal annars virka efnið í Round up sem mikið er notað til að eyða gróðri í landbúnaði í Evrópu og í einkagörðum hér á landi.
Í atkvæðagreiðslum um leyfið fram til þessa hefur ekki fengist meirihluti sem framlengir leyfið eða veitir undanþágu til áframhaldandi sölu á efninu í 12 til 18 mánuði eins og framleiðandinn hefur farið fram á. Undanþágubeiðnin leggur út frá að áfram megi selja efnið á sama tíma og unnið er að rannsóknum á hvort það geti verið krabbameinsvaldur.