Áhrif villtra dýra á beit
Búnaðarþing 2016 hefur samþykkt ályktun þess eðlis að áhrif beitar villtra dýra á ræktarland og beitiland verði þekkt.
Áhrifin skulu metin með vöktun og skráning beitaráhrifa villtra dýra og fugla á landsvísu í samvinnu við samtök og stofnanir sem eiga í hlut.
Búnaðarþing 2016 beinir því til stjórnar BÍ að hún vinni að málinu, t.d. í samstarfi við Náttúrustofur landshlutanna og sæki til þess nauðsynlegt fjármagn og rannsóknarstyrki.