Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Emil av Lillebakken, f. 2. janúar 2009, hjá Jan Håvard Refsethås í Haltdalen í Þrændalögum. Mynd / Jan Arve Kristiansen
Emil av Lillebakken, f. 2. janúar 2009, hjá Jan Håvard Refsethås í Haltdalen í Þrændalögum. Mynd / Jan Arve Kristiansen
Fréttir 21. júlí 2021

Angus holdanaut frá NautÍs fædd 2020

Höfundur: Guðmundur Jóhannesson

Hér er nú kynntur þriðji árgangur Angus-holdanauta frá Nautgripa­ræktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti. Þessir gripir eru eins og fyrri árgangar tilkomnir með innflutningi fósturvísa frá Noregi og því um að ræða sérvalda úrvalsgripi. Innflutningur fósturvísa er ekki einfalt mál og mikið ferli sem til þarf þar sem gætt er ítrustu smitvarna enda er stöðin á Stóra-Ármóti einangrunarstöð í strangasta skilningi þess orðs. Holdanautakynið Aberdeen Angus er óþarft að kynna enda kjötgæði þess rómuð og kjötnýting mjög góð. Kynið hentar vel þar sem áhersla er lögð á nýtingu beitar og gróffóðurs ásamt góðum móðureiginleikum, mjólkurlagni og léttan burð. Það hentar því vel í t.d. blendingsrækt þar sem burðarerfiðleikar eru fremur fátíðir. Við val á fósturvísum til uppsetningar hérlendis hefur frá því Nautgriparæktarmiðstöð Íslands (NautÍs) var stofnuð verið sérstaklega horft til nauta sem gefa góða móðureiginleika til uppbyggingar á Angus-holdagripastofni hérlendis. Á árinu 2018 fæddust kálfar undan Li‘s Great Tigre NO74039 og First Boyd fra Li NO74033 og á árinu 2019 var um að ræða gripi undan Hovin Hauk NO74043 og Horgen Erie NO74029. Á árinu 2020 var eingöngu um að ræða kálfa undan Emil av Lillebakken NO74028. Allt eru þetta naut sem gefa góðar mæður.
Emil av Lillebakken, f. 2. janúar 2009, hjá Jan Håvard Refsethås í Haltdalen í Þrændalögum. Þess má geta í framhjáhlaupi að í Vestmannaeyjum stendur eftirgerð stafkirkjunnar í Haltdalen. Emil er gott alhliða kynbótanaut sem gefur ríflega meðalstóra kálfa með léttan burð, bæði hjá kúm og kvígum, góðan vaxtarhraða, mikinn fallþunga og góða flokkun sem á við um hvort tveggja, holdfyllingu og fituflokkun. Mæðraeiginleikar dætra Emils eru einnig mjög miklir. Til samanburðar við tölur um vöxt gripa á Stóra-Ármóti má nefna að Aberdeen Angus gripir á uppeldisstöðinni á Staur í Noregi voru að vaxa um 1.415-1.669 g/dag við uppgjör í mars 2021. Í þeim hópi voru fjórir synir Emils av Lillebakken. Nautin sem fæddust á Stóra-Ármóti árið 2019 uxu um 1.442-1.842 g/dag frá fæðingu til og með maí 2020. Þegar þetta er skrifað er sæðistaka úr þessum nautum ekki hafin og því liggur ekki fyrir hver árangur úr henni verður. Það er þó von allra sem að verkefninu standa að síðar í sumar standi þessi naut kúabændum til boða við sæðingar um land allt.

Skylt efni: holdanaut | NautÍs

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...