Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Arfgerðarrannóknir gerðar á geitum með tilliti til næmi fyrir riðu
Mynd / smh
Fréttir 8. júlí 2021

Arfgerðarrannóknir gerðar á geitum með tilliti til næmi fyrir riðu

Höfundur: smh

Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) og Geitfjárræktarfélag Íslands fengu nýlega styrk frá erfðanefnd landbúnaðarins til að gera arfgerðarrannsóknir á geitum. Markmið verkefnisins er að auka þekkingu á erfðafræðilegri stöðu stofnsins á arfgerðum sem tengjast næmi fyrir riðu. 

Riða kom upp á sauðfjárbúum í Skagafirði í nóvember á síðasta ári og þurfti í kjölfarið að skera niður bústofna bæði sauðfjár og geitfjár, jafnvel þótt smit hafi ekki verið staðfest í geitunum. Segja reglur fyrir um að skera þurfi niður bæði sauðfé og geitfé komi riða upp á bæjum með bæði búfjárkyn – en ekki hefur greinst riða í íslensku geitfé og er stofninn skilgreindur í útrýmingarhættu.

Birna K. Baldursdóttir, lektor við LbhÍ, heldur utan um verkefnið og segir hún að mjög mikilvægur þáttur í að sporna við þeirri miklu skyldleikarækt sem hrjáir stofninn sé að nýta sæðingar. „Það er því nauðsynlegt að fá betri upplýsingar um „arfgerðarlandslagið“ í stofninum hvað næmi fyrir riðu varðar og kanna hvort hægt verði að haga varðveislustarfi með tilliti til þess.“ 

Birna Kristín Baldursdóttir hefur umsjón með arfgerðarrannsóknum á íslenskum geitum.

Tekið tillit til næmi arfgerða við riðuniðurskurð 

Hún segir að auk þess muni það leiða af rannsóknunum að hægt verði að velja hafra á sæðingastöð sem hafa lítið eða ekkert næmi fyrir riðu, sem verði þá sambærilegt við verklagið á sauðfjársæðingastöðvum. 

„Í nýlegri reglugerð Evópusambandsins um varnir og útrýmingu á TSE – transmissible spongiform encephalopathies – sjúkdómum hjá nautgripum, sauðfé og geitum er tekið tillit til næmi arfgerða fyrir hefðbundinni riðu þegar skera á niður. Þar kemur fram að val á gripum með verndandi arfgerðir geti verið áhrifarík aðferð í baráttunni gegn riðu og hreinn niðurskurður gripa án tillits til arfgerða geti haft neikvæð áhrif á erfðafjölbreytileika búfjárkynja sem eru viðkvæmir eða í útrýmingarhættu,“ segir Birna.

Skylt efni: geitur | íslenskar geitur

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...