Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sigrún Magnúsdóttir ráðherra með fulltrúum frá ÁTVR.
Sigrún Magnúsdóttir ráðherra með fulltrúum frá ÁTVR.
Mynd / umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Fréttir 25. apríl 2016

ÁTVR hlaut Kuðunginn á degi umhverfisins

Höfundur: smh

ÁTVR var í dag, á degi umhverfisins, veitt Kuðungurinn sem er umhverfisviðurkenning umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Við sama tækifæri voru nemendur í Grunnskóla Borgarfjarðar eystri og Dalvíkurskóla útnefndir Varðliðar umhverfisins.

Viðurkenningarnar voru afhentar við hátíðlega athöfn í Listasafni Sigurjóns. Það var umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, sem veitti viðurkenningarnar. Í ávarpi hennar kom meðal annars fram að henni þætti það ánægjuefni að skynja að fólki væri farið að hugsa meira um hegðun sína með tilliti til umhverfismála.  „Hegðun okkar dagsdaglega skiptir máli hvort sem hún lýtur að vali á fatnaði, matarsóun, orkunotkun eða samgöngum sem allt hefur áhrif á vistsporið,“ sagði Sigrún meðal annars.

Kuðungurinn

Í umsögn ráðuneytisins um ÁTVR segir að það sé eitt af 103 fyrirtækjum sem taki þátt í samstarfsverkefni Festu og Reykjavíkurborgar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif og hefur fyrirtækið sett sér loftslagsmarkmið til ársins 2030. „Umhverfisstjórnun þess byggir á mælingum þar sem m.a. er notast við grænt skorkort og svokallaðan GRI stuðul (Global Reporting Initiative) við skrásetningu aðgerða í þágu samfélagsins. ÁTVR er með grænt bókhald, er þáttakandi í Grænum skrefum í ríkisrekstri og er þegar komið með öll skrefin fyrir höfuðstöðvarnar á Stuðlahálsi en innleiðing í vínbúðum stendur nú yfir.

Fyrirtækið kolefnisjafnar allan útblástur vegna samgangna í rekstri hjá Kolviði og með því að bjóða upp á samgöngusamninga, hefur losun koltvísýring minnkað hjá starfsfólki til og frá vinnu, úr 140 tonnum í 103. Þá er fyrirmyndaraðstaða fyrir göngu- og hjólafólk við starfstöðvar. Einnig hefur verið gripið til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna flutninga. Fyrirtækið býður upp á úrval vistvænna vara, s.s. lífræn vín, og hvetur viðskiptavini sína til að nota margnota burðarpoka. Þá státar ÁTVR af háu endurvinnsluhlutfalli úrgangs sem frá fyrirtækinu kemur.“

Segir í rökstuðningi dómnefndar að ÁTVR sé til fyrirmyndar í umhverfisstarfi sínu. „Það státar af öflugu og metnaðarfullu umhverfisstarfi sem ber mælanlegan árangur, auk þess sem samfélagsleg ábyrgð er fyrirtækinu leiðarljós í starfi.“

Verðlaunagripurinn, Kuðungurinn, sem ÁTVR hlaut, er að þessu sinni eftir Kristínu Garðarsdóttur leirlistamann. Þá öðlast stofnunin rétt til að nýta merki verðlaunanna í kynningu á starfsemi sinni.

Varðliðar umhverfisins

Í umsögn ráðuneytisins um Varðliðana segir eftirfarandi. Nemendur í Grunnskóla Borgarfjarðar eystri hlutu útnefninguna fyrir ljósmyndaverkefni sem allir nemendur skólans, í 3. – 10. bekk unnu sameiginlega í tveggja daga gönguferð um Loðmundarfjörð. Nemendum var skipt í hópa þvert á árganga og átti hver hópur að finna myndefni í náttúrunni sem tengdist níu hugtökum sem nemendur og kennarar ákváðu í sameiningu. Sem dæmi um hugtök má nefna gleði, frelsi, orka, kyrrð, auðlind og samspil manns og náttúru. Nemendur unnu myndirnar síðan í tölvu og útbjuggu myndasýningu sem kynnt var fyrir öðrum nemendum skólans.

Sigrún Magnúsdóttir ráðherra með fulltrúum Grunnskóla Borgarfjarðar eystri og Dalvíkurskóla.

Valnefnd þótti verkefnið frumlegt og taka á umhverfismálum með óhefðbundnum hætti, þar sem markmiðið var öðru fremur að nemendur fengju að upplifa og njóta þeirrar vellíðunar sem fylgir því að vera úti í náttúrunni. Verkefnið einkenndist jafnframt af samvinnu þvert á aldurshópa en samvinna ólíkra aðila er einmitt mikilvægur hluti af sjálfbærnimenntun. Nemendurnir lögðu mikið á sig við úrvinnslu verkefnisins þar sem þeir gengu um 17 kílómetra leið frá Húsavíkurheiði inn Loðmundafjörð og tókust þannig á við umhverfið og náttúruna um leið og þeir öðluðust dýpri skilning á þeim hugtökum sem verkefnið spannaði.

Fjórir nemendur í 9. bekk Dalvíkurskóla hlutu aukinheldur einstaklingsviðurkenningu, þeir Helgi Halldórsson, Ragnar Freyr Jónasson, Sveinn Margeir Hauksson og Viktor Hugi Júlíusson. Viðurkenninguna fá þeir fyrir rapplagið Ekki menga! sem þeir sömdu í náttúrufræði og gerðu myndband við. Rapplagið hefur jafnframt verið valið sem umhverfissáttmáli skólans. Skilaboðin í myndbandinu eru skýr, við þurfum að hætta að menga til að eyðileggja ekki vistkerfi og umhverfi.“

Dagurinn 25. apríl er fæðingardagur Sveins Pálssonar, fyrsta íslenska náttúrufræðingsins, en hann var meðal þeirra fyrstu sem hvatti til aðgerða gegn skógareyðingu á Íslandi og orðaði fyrst á íslensku þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...