Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Aukin dýravelferð er forgangsmál
Fréttir 8. september 2016

Aukin dýravelferð er forgangsmál

Bændasamtök Íslands (BÍ) lýsa yfir stuðningi við tillögu atvinnuveganefndar Alþingis um nýtt ákvæði í búvörulögum sem kveður á um að fella niður opinberan stuðning við bændur sem sakfelldir eru fyrir brot á lögum um velferð dýra.

Í tilkynningu frá BÍ kemur fram að aukin velferð dýra í íslenskum landbúnaði sé eitt af forgangsmálum Bændasamtakanna. Þau vilja þó minna á að sem betur fer heyra gróf brot til algjörra undantekninga.

„Bændasamtökin hafa unnið með stjórnvöldum að innleiðingu nýrra og framsækinna laga og reglugerða um dýravelferð sem bæta aðbúnað enn frekar. Tillögur atvinnuveganefndar um niðurfellingu opinbers stuðnings vegna brota á þessum lögum ríma því vel við áherslur stjórnvalda og Bændasamtaka Íslands.

Það er afstaða samtakanna að ekki eigi á nokkurn hátt að ýta undir illa meðferð á dýrum. Þau fagna allri umræðu og aðgerðum sem stuðla að aukinni dýravelferð, segir í tilkynningunni.

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...