Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Aukin dýravelferð er forgangsmál
Fréttir 8. september 2016

Aukin dýravelferð er forgangsmál

Bændasamtök Íslands (BÍ) lýsa yfir stuðningi við tillögu atvinnuveganefndar Alþingis um nýtt ákvæði í búvörulögum sem kveður á um að fella niður opinberan stuðning við bændur sem sakfelldir eru fyrir brot á lögum um velferð dýra.

Í tilkynningu frá BÍ kemur fram að aukin velferð dýra í íslenskum landbúnaði sé eitt af forgangsmálum Bændasamtakanna. Þau vilja þó minna á að sem betur fer heyra gróf brot til algjörra undantekninga.

„Bændasamtökin hafa unnið með stjórnvöldum að innleiðingu nýrra og framsækinna laga og reglugerða um dýravelferð sem bæta aðbúnað enn frekar. Tillögur atvinnuveganefndar um niðurfellingu opinbers stuðnings vegna brota á þessum lögum ríma því vel við áherslur stjórnvalda og Bændasamtaka Íslands.

Það er afstaða samtakanna að ekki eigi á nokkurn hátt að ýta undir illa meðferð á dýrum. Þau fagna allri umræðu og aðgerðum sem stuðla að aukinni dýravelferð, segir í tilkynningunni.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...