Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Aukin þörf fyrir menntaða leiðsögumenn
Fréttir 13. ágúst 2018

Aukin þörf fyrir menntaða leiðsögumenn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Út er komin greinargerð um menntun og starfsundirbúning leiðsögumanna. Í greinargerðinni segir meðal annars að fjölgun ferðamanna á Íslandi auki þörfina fyrir sérmenntað og hæft starfsfólk til að annast móttöku og þjónustu við ferðamenn. Greinargerðin er unnin af starfshópi Leiðsagnar – félagi leiðsögumanna.

Fram kemur í greinargerðinni að leiðsögumenn sinna fjölbreyttum verkefnum, allt frá almennri leiðsögn í hópferðabílum, á viðkomustöðum ferðamanna og í gönguferðum, yfir í margvíslega afþreyingarleiðsögn, svo sem við flúðasiglingar, hvalaskoðun, jöklaferðir og siglingar á sjó og vötnum, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur sívaxandi áhersla á ferðir yfir vetrartímann sett sitt mark á starfið.

Samkvæmt því sem segir í skýrslunni er meginmarkmið náms og kennslu í leiðsögn að gera nemendur hæfa til að sinna starfi leiðsögumanns og þjálfa verklega færni sem nýtist þeim í starfi. Námið þarf að standast þær kröfur sem ferðaþjónustan og þjóðfélagið allt gerir á hverjum tíma til starfs leiðsögumanna, ekki síst í ljósi hraðfara breytinga í starfsgreininni, og að fagmennska sé þar ætíð í fyrirrúmi.

Í ályktun í lok greinargerðarinnar er meðal annars lagt til að hafnar verði viðræður hið fyrsta við Samtök ferðaþjónustunnar um þær kröfur sem gera á um störf og starfsundirbúning þeirra sem starfa við leiðsögn ferðamanna hér á landi og hvernig þær birtist í gæðakerfinu Vakanum. 

Skylt efni: menntun | leiðsögumenn

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...