Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Aukin þörf fyrir menntaða leiðsögumenn
Fréttir 13. ágúst 2018

Aukin þörf fyrir menntaða leiðsögumenn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Út er komin greinargerð um menntun og starfsundirbúning leiðsögumanna. Í greinargerðinni segir meðal annars að fjölgun ferðamanna á Íslandi auki þörfina fyrir sérmenntað og hæft starfsfólk til að annast móttöku og þjónustu við ferðamenn. Greinargerðin er unnin af starfshópi Leiðsagnar – félagi leiðsögumanna.

Fram kemur í greinargerðinni að leiðsögumenn sinna fjölbreyttum verkefnum, allt frá almennri leiðsögn í hópferðabílum, á viðkomustöðum ferðamanna og í gönguferðum, yfir í margvíslega afþreyingarleiðsögn, svo sem við flúðasiglingar, hvalaskoðun, jöklaferðir og siglingar á sjó og vötnum, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur sívaxandi áhersla á ferðir yfir vetrartímann sett sitt mark á starfið.

Samkvæmt því sem segir í skýrslunni er meginmarkmið náms og kennslu í leiðsögn að gera nemendur hæfa til að sinna starfi leiðsögumanns og þjálfa verklega færni sem nýtist þeim í starfi. Námið þarf að standast þær kröfur sem ferðaþjónustan og þjóðfélagið allt gerir á hverjum tíma til starfs leiðsögumanna, ekki síst í ljósi hraðfara breytinga í starfsgreininni, og að fagmennska sé þar ætíð í fyrirrúmi.

Í ályktun í lok greinargerðarinnar er meðal annars lagt til að hafnar verði viðræður hið fyrsta við Samtök ferðaþjónustunnar um þær kröfur sem gera á um störf og starfsundirbúning þeirra sem starfa við leiðsögn ferðamanna hér á landi og hvernig þær birtist í gæðakerfinu Vakanum. 

Skylt efni: menntun | leiðsögumenn

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...