Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Aukin umferð á Snæfellsvegi
Fréttir 20. júní 2016

Aukin umferð á Snæfellsvegi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Umferðin um mælipunkt Vega­gerðarinnar við Eiðhús á Snæfellsvegi hefur það sem af er árs, eða á fyrstu fimm mánuðum ársins, aukist um 26% miðað við sama tíma í fyrra. Þegar litið er lengra aftur í tímann nemur aukningin um 40%.
 
Leiða má líkur að því að aukin vetrarferðamennska erlendra ferðamanna skýri þessa miklu aukningu, að Snæfellsnes sé í heppilegri fjarlægð frá höfuðborginni þar sem langflestir erlendir ferðamenn hefja dvöl sína. 
 
Sama á reyndar við um Hringveginn sunnan Vatnajökuls þar sem mikil aukning hefur mælst í umferðinni í vetur, þar sem umferðin jókst um heil 8% í mars síðastliðnum. 
 
Umferð um Hringveginn hefur aukist umtalsvert og nær greinilega víðar, m.a. um Snæfellsveg við Eiðshús.Þegar meðal­um­ferðin frá árinu 2003–2016 er skoðuð fyrir fimm fyrstu mánuði hvers árs kemur í ljós í talningu Vegagerðarinnar að miklar breytingar hafa átt sér stað, umferð hefur aukist. Á fimm mánaða tímabili, í upphafi hvers árs, vex umferðin árlega um 4% á ári milli áranna 2011–2015 en tekur stökk í ár og vöxturinn nemur 26% frá fyrra ári. 
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...