Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Aukin umferð á Snæfellsvegi
Fréttir 20. júní 2016

Aukin umferð á Snæfellsvegi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Umferðin um mælipunkt Vega­gerðarinnar við Eiðhús á Snæfellsvegi hefur það sem af er árs, eða á fyrstu fimm mánuðum ársins, aukist um 26% miðað við sama tíma í fyrra. Þegar litið er lengra aftur í tímann nemur aukningin um 40%.
 
Leiða má líkur að því að aukin vetrarferðamennska erlendra ferðamanna skýri þessa miklu aukningu, að Snæfellsnes sé í heppilegri fjarlægð frá höfuðborginni þar sem langflestir erlendir ferðamenn hefja dvöl sína. 
 
Sama á reyndar við um Hringveginn sunnan Vatnajökuls þar sem mikil aukning hefur mælst í umferðinni í vetur, þar sem umferðin jókst um heil 8% í mars síðastliðnum. 
 
Umferð um Hringveginn hefur aukist umtalsvert og nær greinilega víðar, m.a. um Snæfellsveg við Eiðshús.Þegar meðal­um­ferðin frá árinu 2003–2016 er skoðuð fyrir fimm fyrstu mánuði hvers árs kemur í ljós í talningu Vegagerðarinnar að miklar breytingar hafa átt sér stað, umferð hefur aukist. Á fimm mánaða tímabili, í upphafi hvers árs, vex umferðin árlega um 4% á ári milli áranna 2011–2015 en tekur stökk í ár og vöxturinn nemur 26% frá fyrra ári. 
Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...