Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Áveituappið Insights
Fréttir 4. október 2023

Áveituappið Insights

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Fyrir þá bændur sem eru hrifnir af smáforritum er rétt að kynna til sögunnar eitt slíkt sem ber nafnið Insights by Prospera.

Með notkun þess fá notendur yfirsýn yfir ýmis vandamál á borð við ofvökvun, eða ef vökvun skortir. Má sjá stíflur eða leka auk þess sem með myndum í afar hárri upplausn er hægt að hafa yfirlit yfir ræktunina í heild.

Nærmyndir af plöntum greina í tæka tíð skemmdir á uppskeru, en Insights forritið býður upp á nákvæmar skýrslur yfir möguleg meindýr, sjúkdóma í plöntum, ofvöxt, næringarskort og þar fram eftir götunum. Skiptist forritið í tvenns konar undirkafla, kallaða Irrigation Insights og Plant Insight, sem fara yfir stöðu á áveitu annars vegar og plöntum hins vegar.

Mikill hagur fyrir hagann

Er þarna um afar hagkvæma og skilvirka yfirsýn að ræða sem gerir bændum kleift að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir fyrr en ella. Vilja hönnuðir Insights by Prospera meina að þarna sé hagur í bæði tímasparnaði og minni fjárútlátum enda veiti forritið notendum nákvæmari upplýsingar en þeir myndu greina sjálfir og mun fyrr en ella. Segir talsmaður fyrirtækisins að „með því að horfa á akrana í gegnum gervihnött getur bóndi sem notar Irrigation Insights greint áveituvandamál sem erfitt er að sjá á jörðu niðri með berum augum.

Afgreitt vandamálið mun hraðar og áður en það skemmir meira út frá sér. Vikulegar skýrslur geri kleift að sjá þróun vaxtar á ökrum svo hægt sé að framkvæma árangursríkustu meðferðirnar á skilvirkan hátt – sparað þúsundir í aðföngum og launakostnaði.“

Vilt þú stela hugmyndinni?

Hefur smáforritið enn sem komið er ekki gagnast íslenskum bændum. Það er þó rétt að taka fram fyrir bændur utan landsteinanna að á forritinu er tveggja ára ábyrgð innifalin, sem felur í sér viðgerðarkostnað, varahluti og vinnu, uppsetningu á vélbúnaði auk þess sem hugbúnaðaráskrift er innifalin á fyrsta ári þjónustunnar.

Geta neytendur valið að endurnýja áskriftina árlega eða á því ári sem þeir kjósa að fá yfirsýn yfir akra sína.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...