Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Veðurspá vetrarins í Old Farmer's Almanac 2019.
Veðurspá vetrarins í Old Farmer's Almanac 2019.
Fréttir 19. september 2018

Bændaalmanakið spáir frekar mildum vetri

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Í Norður-Ameríku er á hverju ári gefið út rit sem heitir Old Farmer's Almanac, og inniheldur veðurspá fyrir komandi vetur. Í almanakinu fyrir 2019 er spáð mun mildari vetri en var 2017–2018. 
 
Í ritinu sem hefur verið gefið út síðan 1792 er því spáð að á Atlantshafsströnd Bandaríkjanna megi búast við mildum vetri með hitastigi yfir meðaltali. Kaldasta tímabilið verði frá miðjum desember og muni vara fram í miðjan febrúar. Er þessi spá sögð glettilega lík spá haf- og loftslagsstofnunarinnar National Oceanic Atmospherics Administration (NOAA). 
 
 
Á Flórída og upp með ströndinni upp undir New York er búist við hlýjum og þurrum vetri. Þar norður af og upp undir vötnin miklu og vestur í Iowa, Arkansas og Louisiana verðu hlýtt og blautt, en mildur snjóavetur í Kansas og hluta af Missouri. Í miðvesturríkjunum frá Texas og upp í Norður- Dakota við landamæri Kanada verði sólríkt og þurrt. 
 
Í heild spáir Old Farmer's Almanac því að sjókoma verði minni en í meðalári á flestum svæðum, en meiri vestur undir sunnanverðum Klettafjöllum. Fremur kalt og snjóasamt verði t.d. í Nýju-Mexíkó, Arizona og í fjalllendi austurhluta Kaliforníu.
 
Líka spáð frekar mildum vetri víðast í Kanada
 
Í Kanada er því spáð að hitastigið í vetur verði að jafnaði yfir meðallagi. Kaldast verði í síðari hluta desember eins og vænta mátti og fram í miðjan febrúar.
 
Úrkoma mun verða undir meðallagi í norðausturhéruðunum, en yfir meðallagi í suðvestur­héruðunum. 
Snjókoma mun verða yfir meðallagi í suðausturhéruðunum, en undir meðallagi í norðvestur­héruðunum með mestu snjókomunni í seinni hluta janúar, mið-febrúar og í fyrrihluta mars. 
 
Apríl og maí 2019 munu verða heldur kaldari og þurrari en venjulega. Þá mun næsta sumar verða heldur kaldara og þurrara en í meðalári. Næsta haust mun hins vegar verða blautara og kaldara en meðaltalið segir til um. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...