Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður BÍ, og Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, munu kynna hugmyndirnar um sameiningu BÍ og búgreinafélaganna.
Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður BÍ, og Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, munu kynna hugmyndirnar um sameiningu BÍ og búgreinafélaganna.
Mynd / Samsett mynd - Bbl
Fréttir 4. mars 2021

Bændasamtök Íslands boða til veffundar um mögulegar breytingar á félagskerfi landbúnaðarins

Höfundur: Ritstjórn

Stjórn Bændasamtaka Íslands (BÍ) býður bændum til veffundar fimmtudaginn 4. mars þar sem kynntar verða tillögur að breytingum á félagskerfi landbúnaðarins, sem fela meðal annars í sér sameiningu BÍ og búgreinafélaganna.

Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að síðustu daga hafi forsvarsfólk þess fundað með fulltrúum búgreinafélaga um mögulega sameiningu í eitt félag. „Nýtt skipulag byggist á þeirri sýn að Bændasamtök Íslands verði öflugt félag bænda sem sé í virkum tengslum við neytendur og stjórnvöld á hverjum tíma. Meginmarkmiðið með sameiningunni er að sögn forystufólks innan BÍ að auka skilvirkni og bæta nýtingu fjármuna, ná fram sem breiðastri samstöðu meðal bænda og auka slagkraft hagsmunagæslunnar. 

Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, og Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður BÍ, munu kynna sameiningarhugmyndirnar og sitja fyrir svörum á opnum veffundi fimmtudaginn 4. mars. klukkan 13.00. Fundinum verður streymt á Facebook-síðu Bændasamtakanna en þar geta þátttakendur sent inn fyrirspurnir á meðan á fundi stendur. Einnig stendur til boða að leggja fram spurningar fyrir fundinn á netfangið bondi@bondi.is,“ segir í tilkynningunni.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...