Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður BÍ, og Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, munu kynna hugmyndirnar um sameiningu BÍ og búgreinafélaganna.
Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður BÍ, og Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, munu kynna hugmyndirnar um sameiningu BÍ og búgreinafélaganna.
Mynd / Samsett mynd - Bbl
Fréttir 4. mars 2021

Bændasamtök Íslands boða til veffundar um mögulegar breytingar á félagskerfi landbúnaðarins

Höfundur: Ritstjórn

Stjórn Bændasamtaka Íslands (BÍ) býður bændum til veffundar fimmtudaginn 4. mars þar sem kynntar verða tillögur að breytingum á félagskerfi landbúnaðarins, sem fela meðal annars í sér sameiningu BÍ og búgreinafélaganna.

Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að síðustu daga hafi forsvarsfólk þess fundað með fulltrúum búgreinafélaga um mögulega sameiningu í eitt félag. „Nýtt skipulag byggist á þeirri sýn að Bændasamtök Íslands verði öflugt félag bænda sem sé í virkum tengslum við neytendur og stjórnvöld á hverjum tíma. Meginmarkmiðið með sameiningunni er að sögn forystufólks innan BÍ að auka skilvirkni og bæta nýtingu fjármuna, ná fram sem breiðastri samstöðu meðal bænda og auka slagkraft hagsmunagæslunnar. 

Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, og Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður BÍ, munu kynna sameiningarhugmyndirnar og sitja fyrir svörum á opnum veffundi fimmtudaginn 4. mars. klukkan 13.00. Fundinum verður streymt á Facebook-síðu Bændasamtakanna en þar geta þátttakendur sent inn fyrirspurnir á meðan á fundi stendur. Einnig stendur til boða að leggja fram spurningar fyrir fundinn á netfangið bondi@bondi.is,“ segir í tilkynningunni.

Stjórnvaldssekt staðfest
Fréttir 20. maí 2024

Stjórnvaldssekt staðfest

Bændur á Vesturlandi telja jafnræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (...

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...