Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bændasamtök Íslands fordæma illa meðferð á dýrum
Mynd / smh
Fréttir 29. nóvember 2016

Bændasamtök Íslands fordæma illa meðferð á dýrum

Í yfirlýsingu frá Bændasamtökum Íslands, í kjölfar umfjöllunar í Kastljósi Ríkisútvarpsins á slæmum aðbúnaði varphæna hjá Brúneggjum, kemur fram að ill meðferð á dýrum sé fordæmd og samtökin hafi ávallt lagt áherslu á að íslenskur landbúnaður sé til fyrirmyndar hvað varðar dýravelferð og góðan aðbúnað.

Yfirlýsingin frá Bændasamtökum Íslands fer hér á eftir.

Í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi var fjallað um málefni eggjaframleiðandans Brúneggja ehf. Þar kom meðal annars fram að fyrirtækið hefur ekki sinnt aðfinnslum Matvælastofnunar með fullnægjandi hætti vegna athugasemda um aðbúnað dýra. Skort hefur á viðeigandi ráðstafanir til að mæta kröfum sem gerðar eru til eggjaframleiðenda. Auk þess hefur Brúnegg ehf. notað merki vistvæns landbúnaðar þrátt fyrir að reglugerð um merkið hafi verið numin úr gildi fyrir rúmu ári síðan.

Bændasamtök Íslands fordæma illa meðferð á dýrum enda hafa samtökin ávallt lagt áherslu á að íslenskur landbúnaður sé til fyrirmyndar hvað varðar dýravelferð og góðan aðbúnað. Það veldur vonbrigðum að heyra af slæmum aðbúnaði varphænsna hjá eggjaframleiðandanum Brúneggjum ehf. á síðustu árum. Undir yfirskini vistvænnar framleiðslu, þar sem fólki er talin trú um að velferð varphænsnanna sé tryggð, virðast neytendur hafa verið blekktir um árabil. Þetta er óafsakanlegt og er harmað.

Ný lög um velferð dýra tóku gildi í ársbyrjun 2014. Í þeim eru mjög framsæknar reglur um velferð dýra og fylgja innleiðingu þeirra miklar áskoranir fyrir landbúnaðinn. Lögin og reglugerðir sem á þeim byggja gera ríkari kröfur til aðbúnaðar búfjár en áður hefur tíðkast. Markmiðið er að tryggja velferð og heilbrigði dýra með góðri meðferð, umsjá og aðbúnaði.

Bændasamtökin hafa áður lýst yfir mikilvægi þess að eftirlit sé gott með þeim sem stunda landbúnað og matvælaframleiðslu og farið sé eftir lögum og reglum í hvívetna. Matvælastofnun hefur á síðustu árum þróað eftirlitskerfi og hefur fleiri úrræði en áður til þess að bregðast við slæmri meðhöndlun dýra. Hlutverk stofnunarinnar er að gæta þess að mál líkt og fjallað var um í Kastljósinu komi ekki upp. Það vekur upp spurningar af hverju mál geta velkst um í kerfinu jafnvel um árabil og lítið sé aðhafst. Mikilvægt er að tryggja að mál sem þetta endurtaki sig ekki.

Reglugerð um vistvæna framleiðslu var felld brott 1. nóvember 2015. Var það gert að tillögu  starfshóps á vegum ráðuneytisins, sem Bændasamtökin áttu m.a. fulltrúa í. Þetta starf og niðurstaða þess var kynnt aðildarfélögum BÍ á sínum tíma.

Þær myndir sem birtust landsmönnum í Kastljósþættinum í gærkvöldi voru sláandi og bera búskapnum á viðkomandi eggjabúum slæmt vitni. Bændasamtökin telja að málið sé fordæmalaust og hér sé um einstakt tilvik að ræða eins og fram kom í viðtali við forstjóra Matvælastofnunar í Kastljósþættinum.

Virðingarfyllst, Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ.

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...