Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Guðrún Svanhvít Kristjándóttir, bóndi í Bræðratungu, fjallkóngur Tungnamanna og sveitarstjórnarmaður í sveitarstjórn Bláskógabyggðar, sem segir að það þurfi að fara í það af fullri alvöru að sinna viðhaldi varnarlína í landinu, annars sé hætta á frekari útbreiðslu riðuveikinnar.
Guðrún Svanhvít Kristjándóttir, bóndi í Bræðratungu, fjallkóngur Tungnamanna og sveitarstjórnarmaður í sveitarstjórn Bláskógabyggðar, sem segir að það þurfi að fara í það af fullri alvöru að sinna viðhaldi varnarlína í landinu, annars sé hætta á frekari útbreiðslu riðuveikinnar.
Mynd / MHH
Fréttir 20. nóvember 2020

Bændur í Biskupstungum pirraðir vegna lélegra varnargirðinga og ristarhliða á milli varnarhólfa

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar ályktaði nýlega um mikilvægi þess að huga að varnarlínum vegna búfjársjúkdóma. Ályktunin kemur í kjölfar riðuveikinnar, sem greindist nýlega á búum í Skagafirði.

Guðrún Svanhvít Kristjánsdóttir, bóndi í Bræðratungu í Biskupstungum í Bláskógabyggð, sem á sæti í sveitarstjórn, segir að varnarhólf og viðhald varnarlína séu lykillinn að því að riðuveiki breiðist ekki út og verði landlæg.

„Já, varðandi búfjársjúkdóma almennt þá þarf alltaf að vera á tánum og gæta að smitvörnum  búfjár í hvívetna hvort heldur er við landamæri eða milli einstakra svæða á landinu. Það verður því að fara í það af fullri alvöru að sinna viðhaldi varnarlína í landinu, annars er hætta á frekari útbreiðslu veikinnar. Það er lögbundin skylda Matvælastofnunar að hafa eftirlit með og viðhalda varnarlínum, því er mikilvægt að stofnuninni sé tryggt fjármagn í verkefnið. Þá má líka benda á það að ristarhlið eru víða hluti af varnarlínum og það verður að segjast að viðhaldi á þeim hefur verið ábótavant. Ristarhlið þar sem jarðvegur nær upp í ristarnar halda ekki búfé, Ristarhlið eru hluti af vegakerfinu og viðhald á þeim heyrir því alla jafna undir  Vegagerðina. Það er eins með þennan málaflokk og aðra í þessu landi, það er ekki nóg að stofna ríkisstofnanir og setja lög, það þarf að tryggja stofnunum fjármagn til að þær geti sinnt sínum lögbundnu skyldum,“ segir Guðrún Svanhvít, sem er pirruð yfir ástandinu og þannig er um fleiri bændur í hennar sveit.

Glapræði að sameina hólf

Rætt hefur verið um að sameina Biskupstungna og Hrunamannahólf en Guðrún segir það algert glapræði og það sé almennt viðhorf bænda í Biskupstungum. 

„Það væri ekki einungis verið að sameina Tungurnar og Hrunamannahrepp í eitt hólf heldur líka Skeiða, Gnúp og Flóann.  Hrun, Skeið, Gnúp og Flóinn eru eitt varnarhólf , að stækka það hólf enn frekar myndi  auka hættuna til muna að skera þyrfti niður fé á stóru svæði ef  upp kæmi riða. Árið 2004 var allt fé í Biskupstungum skorið niður í einhverjum mesta riðuniðurskurði sem farið hefur verið í á Íslandi, ekki einungis  á bæjum þar sem riða greindist heldur öllum bæjum. Bændur í Tungunum hafa síðustu 14 ár ræktað upp nýjar hjarðir með góðum árangri og ég efast um að bændur séu  tilbúnir að fórna því starfi með því að sameinast  varnarhólfum þar sem riða hefur komið upp eftir að fjárskiptin urðu hér í sveit. Árið  2007 greindist riða á tveimur bæjum í Hrunamannahreppi,“ segir Guðrún Svanhvít. 

MAST segir engar fjárheimildir til viðhalds varnargirðinga

„Matvælastofnun býr ekki yfir fjárheimildum til viðhalds varnargirðinga. Fjárveitingarnar eru ákvarðaðar og greiddar af atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytinu,“ segir  Sigurjón Njarðarson, fulltrúi yfirdýralæknis. 

„Aðkoma Matvælastofnunar að viðhaldi varnargirðinga er forgangsröðun á ráðstöfun fjármuna, þ.e.a.s. hvernig þeim er skipt á varnargirðingar á landinu. Úthlutunin tekur fyrst og fremst mið af sjúkdómastöðu milli varnarhólfa en einnig af ástandi varnarlína hverju sinni. Matvælastofnun hefur annast samningagerð við verktaka við girðingaframkvæmdir.“

– Af hverju eru þessi mál í jafn  miklum lamasessi og virðist vera?

„Fjármagn til viðhaldsins hefur aukist á undanförnum árum. Víða er ástand varnargirðinga ekki gott og ljóst að sum landsvæði koma verr undan vetri en önnur. Varnargirðingar eru nauðsynlegur liður í að hefta útbreiðslu smitsjúkdóma í dýrum og því er mikilvægt að tryggja fullnægjandi fjármagn til viðhalds þeirra.“

– Eru einhverjar áætlanir í gangi með þessi mál núna?

„Hið opinbera er meðvitað um stöðu mála og unnið er að skoðun kerfisins,“ segir Sigurjón.

Sigurjón Njarðarson, fulltrúi yfirdýralæknis.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...