Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Banna sölu hóffylliefnis
Fréttir 21. nóvember 2023

Banna sölu hóffylliefnis

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Neytendastofa hefur bannað Líflandi að selja tiltekið hóffylliefni fyrir hesta þar sem umbúðir þess eru skreyttar broti úr íslenska fánanum.

Vörurnar eru framleiddar af hollensku félagi, í Hollandi með erlendum hráefnum. Álit Neytendastofu er að um óheimila notkun á íslenska þjóðfánanum sé að ræða. Neytendastofu barst ábending vegna sölu Líflands á vörum sem seldar voru undir heitinu ISI­PACK og er hóffylliefni.

Varan var flutt inn af heildversluninni Ásbjörn Ólafsson ehf. Á vefsíðu ISI­PACK kemur fram að vörur þeirra séu innblásnar af íslenska hestinum, gerðar úr efninu úretan til hóffyllingar fyrir hross. Neytendastofa vísar í lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið en þar er að finna ákvæði sem fjallar um heimild fyrirtækja til notkunar íslenska fánans í markaðssetningu. Kemur þar fram að slík notkun er heimil sé varan framleidd hér á landi úr innlendu hráefni, eða framleidd hér á landi úr innfluttu hráefni að hluta eða öllu leyti og hafi notið nægilega aðvinnslu hérlendis.

„Af gögnum málsins verður ráðið að vörur ISI­PACK uppfylla hvorugt framangreindra skilyrða og fer notkun þjóðfána Íslendinga í merkingu á vörununum því í bága við framangreind ákvæði laga nr. 34/1944,“ segir í ákvörðun Neytendastofu. Lífland mun þá hafa brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með því að bjóða vöruna til sölu en í þeim er m.a. fjallað um villandi viðskiptahætti ef vara er líkleg til að blekkja neytendur til dæmis með framsetningu.

Skylt efni: upprunamerkingar

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...