Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Banna sölu hóffylliefnis
Fréttir 21. nóvember 2023

Banna sölu hóffylliefnis

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Neytendastofa hefur bannað Líflandi að selja tiltekið hóffylliefni fyrir hesta þar sem umbúðir þess eru skreyttar broti úr íslenska fánanum.

Vörurnar eru framleiddar af hollensku félagi, í Hollandi með erlendum hráefnum. Álit Neytendastofu er að um óheimila notkun á íslenska þjóðfánanum sé að ræða. Neytendastofu barst ábending vegna sölu Líflands á vörum sem seldar voru undir heitinu ISI­PACK og er hóffylliefni.

Varan var flutt inn af heildversluninni Ásbjörn Ólafsson ehf. Á vefsíðu ISI­PACK kemur fram að vörur þeirra séu innblásnar af íslenska hestinum, gerðar úr efninu úretan til hóffyllingar fyrir hross. Neytendastofa vísar í lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið en þar er að finna ákvæði sem fjallar um heimild fyrirtækja til notkunar íslenska fánans í markaðssetningu. Kemur þar fram að slík notkun er heimil sé varan framleidd hér á landi úr innlendu hráefni, eða framleidd hér á landi úr innfluttu hráefni að hluta eða öllu leyti og hafi notið nægilega aðvinnslu hérlendis.

„Af gögnum málsins verður ráðið að vörur ISI­PACK uppfylla hvorugt framangreindra skilyrða og fer notkun þjóðfána Íslendinga í merkingu á vörununum því í bága við framangreind ákvæði laga nr. 34/1944,“ segir í ákvörðun Neytendastofu. Lífland mun þá hafa brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með því að bjóða vöruna til sölu en í þeim er m.a. fjallað um villandi viðskiptahætti ef vara er líkleg til að blekkja neytendur til dæmis með framsetningu.

Skylt efni: upprunamerkingar

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...