Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Banna sölu hóffylliefnis
Fréttir 21. nóvember 2023

Banna sölu hóffylliefnis

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Neytendastofa hefur bannað Líflandi að selja tiltekið hóffylliefni fyrir hesta þar sem umbúðir þess eru skreyttar broti úr íslenska fánanum.

Vörurnar eru framleiddar af hollensku félagi, í Hollandi með erlendum hráefnum. Álit Neytendastofu er að um óheimila notkun á íslenska þjóðfánanum sé að ræða. Neytendastofu barst ábending vegna sölu Líflands á vörum sem seldar voru undir heitinu ISI­PACK og er hóffylliefni.

Varan var flutt inn af heildversluninni Ásbjörn Ólafsson ehf. Á vefsíðu ISI­PACK kemur fram að vörur þeirra séu innblásnar af íslenska hestinum, gerðar úr efninu úretan til hóffyllingar fyrir hross. Neytendastofa vísar í lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið en þar er að finna ákvæði sem fjallar um heimild fyrirtækja til notkunar íslenska fánans í markaðssetningu. Kemur þar fram að slík notkun er heimil sé varan framleidd hér á landi úr innlendu hráefni, eða framleidd hér á landi úr innfluttu hráefni að hluta eða öllu leyti og hafi notið nægilega aðvinnslu hérlendis.

„Af gögnum málsins verður ráðið að vörur ISI­PACK uppfylla hvorugt framangreindra skilyrða og fer notkun þjóðfána Íslendinga í merkingu á vörununum því í bága við framangreind ákvæði laga nr. 34/1944,“ segir í ákvörðun Neytendastofu. Lífland mun þá hafa brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með því að bjóða vöruna til sölu en í þeim er m.a. fjallað um villandi viðskiptahætti ef vara er líkleg til að blekkja neytendur til dæmis með framsetningu.

Skylt efni: upprunamerkingar

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...