Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Hjaltadalur
Hjaltadalur
Fréttir 13. júní 2024

Bein og langvinn áhrif á búgreinar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðherra stofnaði þann 7. júní sérstakan viðbragðshóp vegna ótíðarinnar á Norður- og Norðausturlandi í síðustu viku sem nú vinnur að mati á heildarumfangi tjóns hjá bændum.

Áhrifin leggjast misjafnlega þungt á búgreinar, en ljóst er að slæmar afleiðingar sauðfjárbænda koma ekki að fullu fram fyrr en í haust. Beint tjón varð þó víða, til að mynda hjá þeim sauðfjárbændum sem ekki náðu að taka allt fé á hús, auk þess sem vitað er til þess að folöld hafi orðið úti í einhverjum tilvikum.

Í haust munu afleiðingarnar svo fyllilega koma í ljós hjá sauðfjárbændum varðandi vænleika lamba, fjölda sláturlamba og mögulega þörf á endurnýjun á bústofni ef ær hafa gengið of nærri sér í kuldatíðinni.

Björn Ólafsson, bóndi á Krithóli og formaður Félags sauðfjárbænda í Skagafirði, segir að óveðrið hafi gengið yfir stórt svæði á Norður- og Norðausturlandi og telur að það hafi bitnað á um 1.500 bændum, en komið misjafnlega niður á þeim eftir sveitum.

Hann segir að þó það sé gott að geta komið sauðfénu inn í hús þegar slíkt óveður skellur á, geti það haft slæm áhrif til lengri tíma litið. Reikna megi með kílói minni fallþunga í haust að meðaltali, vegna áhrifanna á mjólkurlagni ánna af því að þurfa að taka þær af beitinni á þessum viðkvæma tíma lambanna.

Heildaráhrif vegna ótíðarinnar almennt eru þó mestmegnis þau að öllum vorverkum seinkar. Hjá grænmetis- og kartöflu- bændum var klaki í jörð víða vandamál lengi vel og því lán í óláni að margir voru ekki búnir með niðursetningu, útplöntun eða sáningu, þegar óveðrið skall á. Uppskeru mun seinka og líkur á minna uppskerumagni en vanalega.

Herdís Magna Gunnarsdóttur, nautgripabóndi á Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði og vara- formaður Bændasamtaka Íslands, segir stöðuna hjá nautgripabændum vera hvað versta á þeim svæðum þar sem tún komu mikið kalin undan vetri og ekki sé á bætandi fyrir þá bændur að komast ekki út í akrana fyrir bleytu og snjó til að geta hafið uppræktun. Mjólkurkýrnar fari víða seinna út en vant er en það hafi lítil áhrif á þær þar sem þær uni sér vel inni í nútímafjósum. Veðrið hafi gert holdabændum erfitt fyrir víða þar sem kýr voru farnar að bera úti en að tjónið hafi ekki enn verið metið.

Laufey Leifsdóttir, bóndi á Stóru-Gröf í Skagafirði og formaður Félags skógarbænda á Norðurlandi, segir illviðrið hafa haft heilmikil áhrif á trjágróður á Norðurlandi. Sjá megi vindslit á lauftrjám, öspin sé kalin en mikill munur þó eftir klónum. Barr á lerki hefur gulnað þar sem frysti og sums staðar séu áberandi skemmdir.

– Sjá nánar á síðu 2. í nýjasta tölublaði Bændablaðsins sem kom út í dag

Skylt efni: Áhrif illviðris

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...