Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sigþrúður Jónsdóttir, beitarsérfræðingur hjá Landgræðslunni, kynnir bæklinginn fyrir sauðfjárbændum á fagfundi sauðfjárræktarinnar.
Sigþrúður Jónsdóttir, beitarsérfræðingur hjá Landgræðslunni, kynnir bæklinginn fyrir sauðfjárbændum á fagfundi sauðfjárræktarinnar.
Mynd / smh
Fréttir 20. mars 2019

Beitarlandið lesið með augum góðrar beitarstjórnunar

Höfundur: smh
Sigþrúður Jónsdóttir, beitar­­sér­fræðingur hjá Land­græðsl­unni, kynnti nýja smábæklinginn Fróð­­leiks­molar um sauðfjárbeit á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem var haldinn 1. mars á Hótel Sögu. Honum er ætlað að auðvelda bændum að meta ástand beitar­landsins og aðlaga beitina að ástandi landsins.
 
Bæklingurinn er vasaútgáfa eldri bæklings sem heitir Sauð­fjárhagar og var gefinn út árið 2010. „Það er nokkur saga á bak við bæklinginn. Ég sinnti því verkefni hjá Landgræðslunni að þróa skala til að meta ástand sauðfjárhaga og í kjölfarið var gefið út leiðbeiningaritið Sauðfjárhagar. Þar var einnig að finna undirstöðuatriði í beitarfræðum og beitarstjórnun,“ segir Sigþrúður um tilurð bækling­sins.
 
Hliðstæður hrossabæklingi
 
„Þessi rit eru hliðstæð eldri ritum um hrossabeit. Hrossahagar voru gefnir út af Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Landgræðslunni árið 1997 þar sem er að finna ástandsskala fyrir beitilönd hrossa. Árið 2014 var búinn til smábæklingur upp úr honum, Fróðleiksmolar um hrossabeit, sem hefur komið að góðum notum. Því var ákveðið að gera líka smábækling byggðan á Sauðfjárhögum. Þó margt sé svipað við mat á beitilöndum sauðfjár og hrossa þá eru það ekki alveg sömu atriði sem þarf að skoða.“
 
Að sögn Sigþrúðar er hægt að fá Fróðleiksmola um sauðfjárbeit á héraðssetrum Landgræðslunnar og víðar. Verður honum til að mynda dreift á fundum sem fram undan eru um verkefnið GróLind og ýmsum öðrum fundum sem tengjast sauðfjárrækt og landgræðslu. 
 

 

3 myndir:

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...