Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sigþrúður Jónsdóttir, beitarsérfræðingur hjá Landgræðslunni, kynnir bæklinginn fyrir sauðfjárbændum á fagfundi sauðfjárræktarinnar.
Sigþrúður Jónsdóttir, beitarsérfræðingur hjá Landgræðslunni, kynnir bæklinginn fyrir sauðfjárbændum á fagfundi sauðfjárræktarinnar.
Mynd / smh
Fréttir 20. mars 2019

Beitarlandið lesið með augum góðrar beitarstjórnunar

Höfundur: smh
Sigþrúður Jónsdóttir, beitar­­sér­fræðingur hjá Land­græðsl­unni, kynnti nýja smábæklinginn Fróð­­leiks­molar um sauðfjárbeit á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem var haldinn 1. mars á Hótel Sögu. Honum er ætlað að auðvelda bændum að meta ástand beitar­landsins og aðlaga beitina að ástandi landsins.
 
Bæklingurinn er vasaútgáfa eldri bæklings sem heitir Sauð­fjárhagar og var gefinn út árið 2010. „Það er nokkur saga á bak við bæklinginn. Ég sinnti því verkefni hjá Landgræðslunni að þróa skala til að meta ástand sauðfjárhaga og í kjölfarið var gefið út leiðbeiningaritið Sauðfjárhagar. Þar var einnig að finna undirstöðuatriði í beitarfræðum og beitarstjórnun,“ segir Sigþrúður um tilurð bækling­sins.
 
Hliðstæður hrossabæklingi
 
„Þessi rit eru hliðstæð eldri ritum um hrossabeit. Hrossahagar voru gefnir út af Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Landgræðslunni árið 1997 þar sem er að finna ástandsskala fyrir beitilönd hrossa. Árið 2014 var búinn til smábæklingur upp úr honum, Fróðleiksmolar um hrossabeit, sem hefur komið að góðum notum. Því var ákveðið að gera líka smábækling byggðan á Sauðfjárhögum. Þó margt sé svipað við mat á beitilöndum sauðfjár og hrossa þá eru það ekki alveg sömu atriði sem þarf að skoða.“
 
Að sögn Sigþrúðar er hægt að fá Fróðleiksmola um sauðfjárbeit á héraðssetrum Landgræðslunnar og víðar. Verður honum til að mynda dreift á fundum sem fram undan eru um verkefnið GróLind og ýmsum öðrum fundum sem tengjast sauðfjárrækt og landgræðslu. 
 

 

3 myndir:

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...