Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Berjast fyrir lífi sínu og sveitanna
Fréttir 23. október 2023

Berjast fyrir lífi sínu og sveitanna

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Staða bænda hefur sjaldan verið verri, enda hátt vaxtastig og lausafjárskortur farin að bíta í. Nýliðar eru meðal þeirra sem finna mest fyrir ástandinu. Ungir bændur segja stjórnvöld ekki standa við gefin loforð.

Steinþór Logi Arnarsson.

Samtök ungra bænda (SUB) hafa blásið til baráttufundar fyrir lífsnauðsynlegum breytingum á skilyrðum landbúnaðar. Steinþór Logi Arnarsson, formaður SUB, hvetur alla sem vettlingi geta valdið til að mæta í Salinn í Kópavogi fimmtudaginn 26. október næstkomandi. Hann segir nýliða í greininni standa frammi fyrir nánast ókleifum hamri hvað varðar fjárfestingarkostnað og rekstrarumhverfi.

Tækifæri til lengri framtíðar

„Aðallega erum við að vonast til þess að fundurinn verði til þess að stjórnmálin bæði heyri og sjái betur en þau hafa gert. Við erum líka að vonast til þess að hann blási ungum bændum kjark í brjóst,“ segir Steinþór, því þrátt fyrir erfitt ástand eigi íslenskur landbúnaður tækifæri til lengri framtíðar. Í því samhengi nefnir hann að Ísland búi yfir dýrmætu forskoti hvað varðar vaxandi kröfur í umhverfisþáttum, vistvæna orkugjafa, heilnæmi matvæla, afdráttarlausar kröfur um dýravelferð og margt fleira.

„Ungir bændur vilja grípa þessi tækifæri – bæði fyrir sig og samfélagið. Það getur samt aldrei orðið nema okkur séu tryggð eðlileg laun fyrir búreksturinn. Þess vegna efnum við til þessa baráttufundar með kröfuna um „laun fyrir lífi“ í fylkingarbrjósti.“ Laun sem duga fyrir daglegu lífi ungra bænda tryggi um leið áframhaldandi líf til sveita, sem skipti fæðuöryggi, menningu og fegurð landsins miklu máli. Steinþór segir unga bændur vilja vera jákvæða og bjartsýna og forðist því að tala um andhverfuna – að dauðar sveitir séu ávísun á dautt land. „En nú er ég samt búinn að segja það upphátt og opinberlega.“

Getum ekki treyst á aðra

Hann bendir á að allt sé í heiminum hverfult. Nýleg dæmi eins og Covid­19 heimsfaraldurinn og stríðsátök í Úkraínu sýni að í hremmingum sé „hver þjóð sé ber að baki nema sér bændur eigi“. Nú gæti óstöðugleika á heimsvísu vegna loftslagsbreytinga, stríðsátaka og vaxandi sýklalyfjaónæmi sem ógni heilsu mannkyns.

Steinþór skorar á bændur að mæta til fundarins, þótt þeir eigi um langan veg að fara. Þá hvetur hann stjórnmálamenn til að koma til að öðlast skilning á stöðunni og sjá hvaða afleiðingar það muni hafa að aðhafast ekkert. Fundurinn verður frá 13 til 16 og er öllum opinn. Þá verður streymt á Facebook­síðu SUB fyrir þá sem eiga ekki heimangengt.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...