Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Úr Blönduhlíð í Skagafirði.
Úr Blönduhlíð í Skagafirði.
Mynd / HKr.
Fréttir 25. nóvember 2020

Besti stuðningurinn felst í því að snúa vörn í sókn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það er vissulega mikið áfall þegar svona atburður kemur upp, hann hefur í för með sér bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón fyrir fjáreigendurna og hefur líka áhrif á samfélagið í heild,“ segir Hrefna Jóhannesdóttir, oddviti Akrahrepps í Skagafirði, en niðurskurður sauðfjár eftir að upp kom riða í héraðinu hefur lagst þungt á samfélagið.

Hrefna bendir á að biðtíminn sem nú standi yfir á meðan mál skýrist sé ávallt erfiður fyrir alla sem hlut eiga að máli og komi ofan á niðurskurðinn sjálfan. Fram undan er svo heilmikil vinna við sótthreinsun á býlunum. „Þessu er langt í frá lokið,“ segir hún. 

Hún segir að verið sé að fara yfir málin og skoða með hvaða hætti best sé að styðja við þá sem lenda í riðuniðurskurði. Gerir Hrefna ráð fyrir að ráðuneyti landbúnaðarmála komi fljótlega fram með tillögur að gagnlegum endurbótum á regluverki og bótafyrirkomulagi.

Mikilvægt að gleyma ekki andlegri heilsu

„Svo er gríðarlega mikilvægt að gleyma ekki andlegri heilsu og verið er að skoða þann þátt málsins með aðstoð fagaðila,“ segir hún.

„Umræðan hefur skiljanlega verið mjög tilfinningaþrungin fram til þessa, en ég tel að það sé mjög mikilvægt að við styðjum þá bændur sem lentu í þessu eins og hægt er. Til lengri tíma litið felst besti stuðningurinn í því að snúa vörn í sókn og leita allra leiða sem unnt er til að skilja búfjársjúkdóma betur, efla sjúkdómavarnir og laga verkferla og stjórnsýslu í von um að þessi atburður leiði til jákvæðrar þróunar á endanum. Það er mjög mikilvægt, ekki síst í skammdeginu, að halda í vonina,“ segri Hrefna.

Hrefna Jóhannesdóttir, oddviti Akrahrepps í Skagafirði.

Skylt efni: Riðuveiki | riða

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.