Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Úr Blönduhlíð í Skagafirði.
Úr Blönduhlíð í Skagafirði.
Mynd / HKr.
Fréttir 25. nóvember 2020

Besti stuðningurinn felst í því að snúa vörn í sókn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það er vissulega mikið áfall þegar svona atburður kemur upp, hann hefur í för með sér bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón fyrir fjáreigendurna og hefur líka áhrif á samfélagið í heild,“ segir Hrefna Jóhannesdóttir, oddviti Akrahrepps í Skagafirði, en niðurskurður sauðfjár eftir að upp kom riða í héraðinu hefur lagst þungt á samfélagið.

Hrefna bendir á að biðtíminn sem nú standi yfir á meðan mál skýrist sé ávallt erfiður fyrir alla sem hlut eiga að máli og komi ofan á niðurskurðinn sjálfan. Fram undan er svo heilmikil vinna við sótthreinsun á býlunum. „Þessu er langt í frá lokið,“ segir hún. 

Hún segir að verið sé að fara yfir málin og skoða með hvaða hætti best sé að styðja við þá sem lenda í riðuniðurskurði. Gerir Hrefna ráð fyrir að ráðuneyti landbúnaðarmála komi fljótlega fram með tillögur að gagnlegum endurbótum á regluverki og bótafyrirkomulagi.

Mikilvægt að gleyma ekki andlegri heilsu

„Svo er gríðarlega mikilvægt að gleyma ekki andlegri heilsu og verið er að skoða þann þátt málsins með aðstoð fagaðila,“ segir hún.

„Umræðan hefur skiljanlega verið mjög tilfinningaþrungin fram til þessa, en ég tel að það sé mjög mikilvægt að við styðjum þá bændur sem lentu í þessu eins og hægt er. Til lengri tíma litið felst besti stuðningurinn í því að snúa vörn í sókn og leita allra leiða sem unnt er til að skilja búfjársjúkdóma betur, efla sjúkdómavarnir og laga verkferla og stjórnsýslu í von um að þessi atburður leiði til jákvæðrar þróunar á endanum. Það er mjög mikilvægt, ekki síst í skammdeginu, að halda í vonina,“ segri Hrefna.

Hrefna Jóhannesdóttir, oddviti Akrahrepps í Skagafirði.

Skylt efni: Riðuveiki | riða

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...