Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Úr Blönduhlíð í Skagafirði.
Úr Blönduhlíð í Skagafirði.
Mynd / HKr.
Fréttir 25. nóvember 2020

Besti stuðningurinn felst í því að snúa vörn í sókn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það er vissulega mikið áfall þegar svona atburður kemur upp, hann hefur í för með sér bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón fyrir fjáreigendurna og hefur líka áhrif á samfélagið í heild,“ segir Hrefna Jóhannesdóttir, oddviti Akrahrepps í Skagafirði, en niðurskurður sauðfjár eftir að upp kom riða í héraðinu hefur lagst þungt á samfélagið.

Hrefna bendir á að biðtíminn sem nú standi yfir á meðan mál skýrist sé ávallt erfiður fyrir alla sem hlut eiga að máli og komi ofan á niðurskurðinn sjálfan. Fram undan er svo heilmikil vinna við sótthreinsun á býlunum. „Þessu er langt í frá lokið,“ segir hún. 

Hún segir að verið sé að fara yfir málin og skoða með hvaða hætti best sé að styðja við þá sem lenda í riðuniðurskurði. Gerir Hrefna ráð fyrir að ráðuneyti landbúnaðarmála komi fljótlega fram með tillögur að gagnlegum endurbótum á regluverki og bótafyrirkomulagi.

Mikilvægt að gleyma ekki andlegri heilsu

„Svo er gríðarlega mikilvægt að gleyma ekki andlegri heilsu og verið er að skoða þann þátt málsins með aðstoð fagaðila,“ segir hún.

„Umræðan hefur skiljanlega verið mjög tilfinningaþrungin fram til þessa, en ég tel að það sé mjög mikilvægt að við styðjum þá bændur sem lentu í þessu eins og hægt er. Til lengri tíma litið felst besti stuðningurinn í því að snúa vörn í sókn og leita allra leiða sem unnt er til að skilja búfjársjúkdóma betur, efla sjúkdómavarnir og laga verkferla og stjórnsýslu í von um að þessi atburður leiði til jákvæðrar þróunar á endanum. Það er mjög mikilvægt, ekki síst í skammdeginu, að halda í vonina,“ segri Hrefna.

Hrefna Jóhannesdóttir, oddviti Akrahrepps í Skagafirði.

Skylt efni: Riðuveiki | riða

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...