Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Blóðlús leggst á epli
Fréttir 17. desember 2018

Blóðlús leggst á epli

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í sumar greindist ný tegund lúsar í eplarækt í Noregi. Ekki er vitað fyrir víst hvenær lúsin barst fyrst til landsins en hún getur valdið talsverðum skaða í ræktun ávaxta af rósaætt.

Lúsartegund, sem kallast Eriosoma lanigerum á latínu en blóðlús á norsku, er upprunnin í Norður-Ameríku en hefur verið að breiðast um heiminn undanfarna áratugi. Helsta útbreiðsluleið hennar er sögð vera með matvæla- og vöruflutningum milli landa.

Lýsnar geta valdið miklum skemmdum á rótum, stofni, greinum og blómum ávaxtatrjáa eins og eplum og perum. Auk þess sem lúsin leggst á mispil, álm, hegg og ask svo dæmi séu tekin. Skaðinn af völdum lúsarinnar felst í minni vexti plantnanna og sveppasýkingum sem fylgja í kjölfar þeirra.

Kvikindið sem um ræðir er um 2 millimetrar að lengd og rauðleitt á ytra borði. Lúsin sjálf er þó sjaldan sjáanleg berum augum þar sem hún spinnur utan um sig ullarkenndan vef.

Við bestu aðstæður, 20 til 26° á Celsíus, geta fæðst 20 ættliðir lúsarinnar á einu ári en mjög dregur úr starfsemi lúsarinnar fari hiti niður fyrir 10° á Celsíus.

Skylt efni: Noregur | blóðlus | epli

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...