Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Blóðlús leggst á epli
Fréttir 17. desember 2018

Blóðlús leggst á epli

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í sumar greindist ný tegund lúsar í eplarækt í Noregi. Ekki er vitað fyrir víst hvenær lúsin barst fyrst til landsins en hún getur valdið talsverðum skaða í ræktun ávaxta af rósaætt.

Lúsartegund, sem kallast Eriosoma lanigerum á latínu en blóðlús á norsku, er upprunnin í Norður-Ameríku en hefur verið að breiðast um heiminn undanfarna áratugi. Helsta útbreiðsluleið hennar er sögð vera með matvæla- og vöruflutningum milli landa.

Lýsnar geta valdið miklum skemmdum á rótum, stofni, greinum og blómum ávaxtatrjáa eins og eplum og perum. Auk þess sem lúsin leggst á mispil, álm, hegg og ask svo dæmi séu tekin. Skaðinn af völdum lúsarinnar felst í minni vexti plantnanna og sveppasýkingum sem fylgja í kjölfar þeirra.

Kvikindið sem um ræðir er um 2 millimetrar að lengd og rauðleitt á ytra borði. Lúsin sjálf er þó sjaldan sjáanleg berum augum þar sem hún spinnur utan um sig ullarkenndan vef.

Við bestu aðstæður, 20 til 26° á Celsíus, geta fæðst 20 ættliðir lúsarinnar á einu ári en mjög dregur úr starfsemi lúsarinnar fari hiti niður fyrir 10° á Celsíus.

Skylt efni: Noregur | blóðlus | epli

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...