Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bóluefni gegn afrískri svínapest lofa góðu
Fréttir 15. júlí 2020

Bóluefni gegn afrískri svínapest lofa góðu

Höfundur: ehg - Bondebladet
Kínverskt bóluefni gegn afrískri svínapest virðist vera að gefa góða raun en búið er að prófa það á þrjú þúsund grísum á þremur búum í Kína frá aprílmánuði til júní á þessu ári. Reuters-fréttastofan greindi frá þessu og hafa þeir upplýsingarnar frá kínverska fréttamiðlinum Xinhua. 
 
Starfsmenn fyrirtækisins Harbin Veterinary Research Institute hafa framkvæmt prófanirnar sem allar hafa gefið jákvæða niðurstöðu. Svínahjarðirnar sem prófaðar hafa verið koma frá þremur svæðum í Kína, Heilongjiang, Henan og Xinjiang Uygur. Allir grísirnir sem hafa verið prófaðir eru heilbrigðir, litlu grísirnir vaxa eðlilega og fá engar aukaverkanir af bóluefninu. Prófessor í faraldsfræðum við Háskólann í Hong Kong segir að fleiri prófanir þurfi í mismunandi umhverfi og af fleiri búum áður en hægt verður að koma bóluefninu á markað. Einnig er unnið að því að búa til bóluefni í Víetnam, Englandi og Bandaríkjunum. 
 
Orsök afrískrar svínapestar er DNA-vírus. Það er einungis ein serótýpa en yfir 20 arfgerðir og margar undirgerðir með mjög mismunandi getu til að leiða til sjúkdómsins. Vírusinn smitar eingöngu dýr af svínaætt. Svín af húsdýragerð og evrópsk villisvín eru mjög móttækileg fyrir sýkingu og dánarhlutfall er mjög hátt. Útbreiðsla sjúkdómsins hefur leitt af sér fjöldaslátrun á svínum í Asíu. Í nóvember á síðasta ári var árfarvegur í Suður-Kóreu blóðrauður á lit eftir slátrun á hátt í fimmtíu þúsund grísum í tilraun til að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins. 
Gripir finnast með ARR-breytileikann í Mýrdal
Fréttir 22. janúar 2025

Gripir finnast með ARR-breytileikann í Mýrdal

Staðfest er að á bænum Skammadal í Mýrdal hafa fundist þrjár kindur með arfgerða...

Háskólasamstæða og hátæknilandbúnaður
Fréttir 22. janúar 2025

Háskólasamstæða og hátæknilandbúnaður

Vonir standa til þess að ný háskólasamstæða Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólans á ...

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...