Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Börn úr sveit fá síður ofnæmi og astma
Fréttir 14. nóvember 2016

Börn úr sveit fá síður ofnæmi og astma

Höfundur: ehg - Bondebladet
Stór alþjóðleg rannsókn staðfestir að fólk sem elst upp úti á landi og þá sérstaklega í sveit fær vörn úr umhverfinu gegn óþægindum í öndunarvegi og ofnæmissjúkdómum. 
 
Rannsakendur frá Evrópu og Ástralíu hafa rannsakað astma- og ofnæmistilvik hjá rúmlega 10 þúsund fullorðnum einstaklingum á aldrinum 26–54 ára í 14 löndum. Mikilvægur liður í rannsókninni var að kanna hvar fólkið bjó fyrstu fimm æviár sín, hvort það bjó úti á landi, í litlu þorpi, í stórborg eða í sveit. Í ljós kom að í flokknum þar sem fólk hafði alist upp á sveitabæ höfðu mun færri fengið ofnæmi eða astma. Fólk í flokknum var í helmingi minni áhættu á að fá háan hita og var síður með viðkvæman öndunarveg í samanburði við þá sem alist höfðu upp í stórborg. Rannsakendurnir mældu einnig lungnavirkni þátttakenda sem sýndi að konur sem höfðu alist upp á bóndabæ höfðu betri virkni lungna en konur sem höfðu alist upp í stórborg. Hjá karlmönnunum mældist þó enginn munur á lungnavirkni eftir því hvar þeir ólust upp og vakti það einnig athygli rannsakendanna. 
 
Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...