Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Varðandi riðuveiki þá fellur íslenski geitfjárstofninn undir sömu lög og reglugerðir og sauðfé varðandi niðurskurð á bæjum þar sem veikin kemur upp.
Varðandi riðuveiki þá fellur íslenski geitfjárstofninn undir sömu lög og reglugerðir og sauðfé varðandi niðurskurð á bæjum þar sem veikin kemur upp.
Mynd / HKr
Fréttir 20. nóvember 2020

Búið að skera niður 38 geitur og kið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búið er að lóga 38 geitum og kiðum á bæjum á Norðurlandi þar sem riðuveiki hefur greinst í sauðfé. Riða hefur ekki greinst í geitum hér á landi en hún hefur greinst í geitum í Bandaríkjunum og vitað er um tilfelli í Noregi.

Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir í Norðvesturumdæmi, segist ekki hafa tölu um fjölda geita í Tröllaskagahólfi á hraðbergi en segir að þær séu á þó nokkrum bæjum.
„Sem betur fer eru ekki mörg tilfelli þar sem geitur eru á bæjum þar sem riða hefur komið upp.“

Samkvæmt upplýsingum frá MAST er búið að aflífa 38 geitur og kið í niðurskurðinum vegna riðu í Tröllaskagahólfi. Að sögn Jóns hefur fram til þessa ekki greinst riða í íslenskum geitum. Sjúk­dómurinn hefur fundist í geitum í Banda­ríkjunum og vitað er um tilfelli í Noregi.

Geitfé sett undir sama hatt og sauðkindur í lögum og reglum

Geitfé flokkast undir sömu lög og reglur og sauðfé varðandi niðurskurð á bæjum þar sem riðuveiki hefur komið upp. Í reglugerð frá 2001 segir: „Reglugerðin fjallar um riðuveiki í sauðfé en ákvæði hennar taka einnig til riðuveiki í geitum og öðrum dýrategundum.”


Í þriðju grein reglugerðarinnar segir einnig:
„Ef riðuveiki er staðfest leggur yfirdýralæknir til við landbúnaðarráðherra að viðkomandi hjörð verði lógað hið fyrsta.”


Áhyggjur af litlum geitastofni

Anna María Flygenring, formaður Geit­fjár­ræktarfélags Íslands, segir að geitfjárstofninn á Íslandi telji innan við 1.500 fjár og því sé full ástæða til að hafa áhyggjur af honum enda sé hann tæknilega í útrýmingarhættu.

Hún segir einnig að ekki hafi greinst riða í íslenskum geitum og ljóst sé að víð­tækar rannsóknir skorti sárlega.
„Ekkert ráð virðist koma til greina annað en niðurskurður, en þurfa geiturnar endilega að fylgja sömu reglum og sauðfé? Þær eru öðruvísi, meira að segja genasamsetning þeirra er öðruvísi en sauðfjár,“ segir Anna.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...