Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Varðandi riðuveiki þá fellur íslenski geitfjárstofninn undir sömu lög og reglugerðir og sauðfé varðandi niðurskurð á bæjum þar sem veikin kemur upp.
Varðandi riðuveiki þá fellur íslenski geitfjárstofninn undir sömu lög og reglugerðir og sauðfé varðandi niðurskurð á bæjum þar sem veikin kemur upp.
Mynd / HKr
Fréttir 20. nóvember 2020

Búið að skera niður 38 geitur og kið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búið er að lóga 38 geitum og kiðum á bæjum á Norðurlandi þar sem riðuveiki hefur greinst í sauðfé. Riða hefur ekki greinst í geitum hér á landi en hún hefur greinst í geitum í Bandaríkjunum og vitað er um tilfelli í Noregi.

Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir í Norðvesturumdæmi, segist ekki hafa tölu um fjölda geita í Tröllaskagahólfi á hraðbergi en segir að þær séu á þó nokkrum bæjum.
„Sem betur fer eru ekki mörg tilfelli þar sem geitur eru á bæjum þar sem riða hefur komið upp.“

Samkvæmt upplýsingum frá MAST er búið að aflífa 38 geitur og kið í niðurskurðinum vegna riðu í Tröllaskagahólfi. Að sögn Jóns hefur fram til þessa ekki greinst riða í íslenskum geitum. Sjúk­dómurinn hefur fundist í geitum í Banda­ríkjunum og vitað er um tilfelli í Noregi.

Geitfé sett undir sama hatt og sauðkindur í lögum og reglum

Geitfé flokkast undir sömu lög og reglur og sauðfé varðandi niðurskurð á bæjum þar sem riðuveiki hefur komið upp. Í reglugerð frá 2001 segir: „Reglugerðin fjallar um riðuveiki í sauðfé en ákvæði hennar taka einnig til riðuveiki í geitum og öðrum dýrategundum.”


Í þriðju grein reglugerðarinnar segir einnig:
„Ef riðuveiki er staðfest leggur yfirdýralæknir til við landbúnaðarráðherra að viðkomandi hjörð verði lógað hið fyrsta.”


Áhyggjur af litlum geitastofni

Anna María Flygenring, formaður Geit­fjár­ræktarfélags Íslands, segir að geitfjárstofninn á Íslandi telji innan við 1.500 fjár og því sé full ástæða til að hafa áhyggjur af honum enda sé hann tæknilega í útrýmingarhættu.

Hún segir einnig að ekki hafi greinst riða í íslenskum geitum og ljóst sé að víð­tækar rannsóknir skorti sárlega.
„Ekkert ráð virðist koma til greina annað en niðurskurður, en þurfa geiturnar endilega að fylgja sömu reglum og sauðfé? Þær eru öðruvísi, meira að segja genasamsetning þeirra er öðruvísi en sauðfjár,“ segir Anna.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...