Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sveinbjörn og Hulda á Búvöllum hlutu viðurkenningu Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga, nafnbótina „Þingeyski bóndinn“.
Sveinbjörn og Hulda á Búvöllum hlutu viðurkenningu Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga, nafnbótina „Þingeyski bóndinn“.
Mynd / Hermann Aðalsteinsson
Fréttir 7. desember 2016

Búvallahjónin hlutu viðurkenningu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Búnaðarsamband Suður-Þing­eyinga stóð fyrir Bænda­gleði fyrir skömmu, þetta er í fimmta sinn sem sambandið efnir til gleðinnar og var hún haldin á Sel-hóteli í Mývatnssveit.
 
Veislustjórar voru þeir félagar í Hundi í óskilum, Hjörleifur og Eiríkur. Búnaðarsambandið veitti hin árlegu verðlaun, „Þingeyski bóndinn“, og komu þau verðlaun að þessu sinni í hlut Sveinbjörns Þórs Sigurðssonar og Huldu Kristjánsdóttur á Búvöllum í Aðaldal.
 
Með afurðamestu kúabúum sýslunnar
 
Hulda og Sveinbjörn á Búvöllum hafa áratugum saman rekið kúa- og sauðfjárbú af miklum myndarskap og hefur það verið í hópi afurðamestu búa í sýslunni sem og á landsvísu. Snyrtimennska og góðir búskaparhættir eru í hávegum höfð á Búvöllum og eru þau Hulda og Sveinbjörn því vel að verðlaununum komin.
 
Guðrún Tryggvadóttir, for­maður Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga, afhenti þeim hjónum verðlaunin, sem var innrammað viðurkenningarskjal og málverk eftir Hólmfríði Bjartmarsdóttur á Sandi í Aðaldal. 
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...