Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Vilhjálmur Svansson, dýralæknir hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.
Vilhjálmur Svansson, dýralæknir hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.
Fréttir 2. júlí 2020

Dýr mismóttækileg fyrir smiti og misjafnt hvort þau smita áfram

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrátt fyrir að ekki hafa komið upp smit í dýrum hér á landi í tengslum við COVID-19 hefur prófi verið komið upp á Keldum til að greina slík smit. Þegar smitefni fara yfir tegundaþröskuldinn eins og gerst hefur með SARS-CoV-2 veiruna getur það mögulega leitt til smita í fleiri dýrategundir.

Vilhjálmur Svansson, dýralæknir hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, segir að fljótlega eftir að COVID-19 kom upp hafi stofnunin komið upp prófi til að greina hugsanlegt smit með SARS-CoV-2 í dýrum gerist þess þörf. Enn sem komið er hefur ekki verið þörf á að greina hvort smit hafi borist í dýr hér á landi.

Smit í minkum

„Tilraunasmit í fréttum sem eru marðardýr og skyld minkum sýndu eins og fyrr segir að þau eru vel móttækileg og smita sín á milli. Því kom það ekki á óvart að veiran skuli hafa stungið sér niður á nokkrum minkabúum í Hollandi og Danmörku.

Smitið hefur að öllum líkindum borist í minkana úr mönnum og svo á milli minka og svo úr þeim í starfsmenn búanna.“

Yfir tegundaþröskuldinn

„Þrátt fyrir að við höfum ekki fengið sýni til athugunar er vel þekkt að þegar smitefni fara yfir tegundaþröskuldinn þá getur hýsilsviðið orðið mjög stórt meðan smitefnið er að aðlagast nýjum hýsli eða hýslum. Kórónaveiran er súna sem upphaflega er líklega komin úr skeifuleðurblökum í Kína og smitast nú auðveldlega manna á milli.

Komið hefur í ljós bæði með tilraunasmiti og við rannsóknir á náttúrulegum smitum að nokkur fjöldi dýrategunda er móttækilegur fyrir smiti með SARS-CoV-2 veirunni.

Náttúrulegt smit hefur verið greint í hundum, köttum, tígris­dýrum, ljónum og minkum. Þá hafa smittilraunir með veiruna verið framkvæmdar á hundum, köttum, svínum, frettum, kjúklingum, öndum og í einni ávaxtaleðurblökutegund.

Niðurstöður tilraunasmita hafa sýnt að dýrategundir eru misnæmar fyrir smiti með veirunni. Þannig fannst lítil veiruframleiðsla í tilraunasmituðum hundum, svínum, kjúklingum og öndum og smit greindist ekki í dýrum í samvist með þeim. Aftur á móti voru kettir, frettur og ávaxtaleðurblökurnar næm fyrir veirunni og gátu smitað út frá sér.

Það er því í samræmi við þessa niðurstöðu að mestur fjöldi náttúrulegra smita sem greind hafa verið í dýrum hafa verið í köttum og minkum. Ekki er vitað hve SARS-CoV-2 smit í köttum er algengt en kettir geta bæði verið einkennalausir og sýnt einkenni. Samkvæmt mótefnamælingu í köttum í Wuhan í Kína fundust mótefni gegn veirunni í tæplega 15% kattanna sem skoðaðir voru.

Enn sem komið er hefur ekki verið athugað hversu móttækileg jórturdýr eins og kýr og sauðfé er fyrir smiti en við vitum að MERS kórónaveiran finnst í úlföldum

Svín eru aftur á móti lítt mót­tækileg fyrir veirunni og hafa ekki smitað áfram í tilraunasmitum,“ segir Vilhjálmur.

Gæludýr hafa ekki þýðingu fyrir dreifingu á smiti

Vilhjálmur segir að til þessa hafi Alþjóðadýraheilbrigðis­málastofnunin ekki talið að gæludýr hafi þýðingu fyrir dreifingu á smiti. „Hvað sem því líður þá erum við tilbúin til að greina smit í dýrum vakni grunur um slíkt,“ segir Vilhjálmur Svansson, dýralæknir á Keldum.

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...