Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Dettifoss.
Dettifoss.
Mynd / HKr.
Fréttir 23. apríl 2018

Efst á blaði að ljúka Dettifossvegi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Dettifossvegur fékk mest fylgi á fundi sveitarstjórnarmanna norðan heiða um samgönguáætlun ríkisins sem haldinn var nýverið á Akureyri. Á fundinum lögðu sveitarfélögin fram sínar hug­myndir um framtíðar­upp­byggingu í samgöngum í kjördæmi­nu og var Dettifoss­vegur þar efstur á blaði.
 
Fram kemur í nýlegum pistli Þorsteins Gunnarssonar, sveitarstjóra í Skútustaðahreppi, að heimamenn þar hafi lagt áherslu á gerð göngu- og hjólreiðastígs umhverfis Mývatn, að lokið verði við að leggja bundið slitlag á Kísilveg, að vegur frá þjóðvegi 1 að Hverfjalli verði lagfærður og að vetrarþjónusta verði stórbætt. 
 
Leggja til tilfærslu á þjóðvegi 1
 
Þá lögðu Mývetningar áherslu á að þjóðvegur 1 verði færður af bökkum Mývatns og lagður sunnan Skútustaða og komi þaðan nálægt núverandi legu við Garð, fari þaðan beina leið austur á milli Lútents og Hvannfells og síðan austur yfir Búrfellshraun og tengist núverandi vegi við Skeiðflöt. Með þessu móti styttist leiðin milli Akureyrar og Egilsstaða og einn fjallvegur, Námaskarð, verði aflagður, þá verði ekki heldur lengur ekið með alls konar vafasaman flutning á bökkum/vatnasviði Mývatns, eins og bensín og olíur. 

Skylt efni: Dettifoss | Dettifossvegur

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...