Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Dettifoss.
Dettifoss.
Mynd / HKr.
Fréttir 23. apríl 2018

Efst á blaði að ljúka Dettifossvegi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Dettifossvegur fékk mest fylgi á fundi sveitarstjórnarmanna norðan heiða um samgönguáætlun ríkisins sem haldinn var nýverið á Akureyri. Á fundinum lögðu sveitarfélögin fram sínar hug­myndir um framtíðar­upp­byggingu í samgöngum í kjördæmi­nu og var Dettifoss­vegur þar efstur á blaði.
 
Fram kemur í nýlegum pistli Þorsteins Gunnarssonar, sveitarstjóra í Skútustaðahreppi, að heimamenn þar hafi lagt áherslu á gerð göngu- og hjólreiðastígs umhverfis Mývatn, að lokið verði við að leggja bundið slitlag á Kísilveg, að vegur frá þjóðvegi 1 að Hverfjalli verði lagfærður og að vetrarþjónusta verði stórbætt. 
 
Leggja til tilfærslu á þjóðvegi 1
 
Þá lögðu Mývetningar áherslu á að þjóðvegur 1 verði færður af bökkum Mývatns og lagður sunnan Skútustaða og komi þaðan nálægt núverandi legu við Garð, fari þaðan beina leið austur á milli Lútents og Hvannfells og síðan austur yfir Búrfellshraun og tengist núverandi vegi við Skeiðflöt. Með þessu móti styttist leiðin milli Akureyrar og Egilsstaða og einn fjallvegur, Námaskarð, verði aflagður, þá verði ekki heldur lengur ekið með alls konar vafasaman flutning á bökkum/vatnasviði Mývatns, eins og bensín og olíur. 

Skylt efni: Dettifoss | Dettifossvegur

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...