Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Matvælastofnun er lögbært yfirvald – og þar með ábyrgðaraðili – í ýmsum þeim málum sem ESA gerir athugasemdir við í eftirlitsskýrslu sinni.
Matvælastofnun er lögbært yfirvald – og þar með ábyrgðaraðili – í ýmsum þeim málum sem ESA gerir athugasemdir við í eftirlitsskýrslu sinni.
Mynd / smh
Fréttir 10. febrúar 2020

Eftirliti með kjöt- og mjólkurframleiðslu er ábótavant á Íslandi

Höfundur: smh
Eftirliti er ábótavant með kjöt- og mjólkurframleiðslu á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri eftirlitsskýrslu sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur gefið út.
 
Aðalmarkmið úttektar ESA var að meta opinbert eftirlit varðandi hollustuhætti kjöt- og mjólkurframleiðslu í landinu – og kjöt- og mjólkurafurða. Úttektir fóru fram á Íslandi dagana 14. til 23. október og farið meðal annars í vettvangsferðir í fjögur sláturhús.
 
Bæta þarf heilbrigðisskoðunina eftir slátrun
 
Í niðurstöðum skýrslunnar kemur meðal annars fram að dýralæknar þurfi að bæta heilbrigðisskoðunina sem fram fer eftir slátrun þannig að hún sé í samræmi við lög. Þá er lögð áhersla á að þjálfun dýralækna, sem starfa við eftirlit í sláturhúsum, sé fullnægjandi. 
 
Varðandi matvælafyrirtækin eru nokkur atriði tiltekin þar sem mikilvægt sé að Matvælastofnun hafi betra eftirlit með, til að mynda að kröfur um hollustuhætti sé fylgt.  Eru nokkur atriði af þeim toga nefnd sem þarf að bæta.
 
Einnig eru gerðar athugasemdir við störf svokallaðra opinberra tilvísunarrannsóknarstofa, meðal annars á sviði örverufræði og rannsóknum á þráðormum sem þær rækja ekki með fullnægjandi hætti. Meira samræmi þarf að vera á milli starfa á opinberum rannsóknarstofum og samanburðarpróf þurfa að vera á milli þeirra til að forðast ónákvæmni í rannsóknarniðurstöðum.
 
Tiltekin atriði í opinberu eftirliti Matvælastofnunar eru þannig ekki í fullu samræmi við kröfurnar á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Leggur ESA fram tillögur um hvernig ráða megi bót á þessum atriðum.
 
Matvælastofnun setur fram aðgerðaráætlun
 
Matvælastofnun brást þegar í stað við aðfinnslunum og setti fram aðgerðaráætlun í samræmi við tillögur ESA. Hún er birt í eftirlitsskýrslunni og þar er gert ráð fyrir að henni verði að fullu lokið fyrir árslok 2021. 
 
ESA ber skylda til þess samkvæmt EES-samningi að hafa eftirlit með því að aðildarríkin innleiði löggjöf samningsins og uppfylli þær kröfur sem hún gerir. Þessu hlutverki sinnir ESA með úttektarheimsóknum til ríkjanna þar sem eftirlit opinberra aðila er tekið út á sviði matvæla- og fóðuröryggis, dýraheilbrigðis og dýravelferðar.
 
Skýrsluna má nálgast í gegnum vef EFTA, eftasurv.int.    
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...