Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fréttir 10. febrúar 2020
Höfundur: smh
Eftirliti er ábótavant með kjöt- og mjólkurframleiðslu á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri eftirlitsskýrslu sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur gefið út.
Aðalmarkmið úttektar ESA var að meta opinbert eftirlit varðandi hollustuhætti kjöt- og mjólkurframleiðslu í landinu – og kjöt- og mjólkurafurða. Úttektir fóru fram á Íslandi dagana 14. til 23. október og farið meðal annars í vettvangsferðir í fjögur sláturhús.
Bæta þarf heilbrigðisskoðunina eftir slátrun
Í niðurstöðum skýrslunnar kemur meðal annars fram að dýralæknar þurfi að bæta heilbrigðisskoðunina sem fram fer eftir slátrun þannig að hún sé í samræmi við lög. Þá er lögð áhersla á að þjálfun dýralækna, sem starfa við eftirlit í sláturhúsum, sé fullnægjandi.
Varðandi matvælafyrirtækin eru nokkur atriði tiltekin þar sem mikilvægt sé að Matvælastofnun hafi betra eftirlit með, til að mynda að kröfur um hollustuhætti sé fylgt. Eru nokkur atriði af þeim toga nefnd sem þarf að bæta.
Einnig eru gerðar athugasemdir við störf svokallaðra opinberra tilvísunarrannsóknarstofa, meðal annars á sviði örverufræði og rannsóknum á þráðormum sem þær rækja ekki með fullnægjandi hætti. Meira samræmi þarf að vera á milli starfa á opinberum rannsóknarstofum og samanburðarpróf þurfa að vera á milli þeirra til að forðast ónákvæmni í rannsóknarniðurstöðum.
Tiltekin atriði í opinberu eftirliti Matvælastofnunar eru þannig ekki í fullu samræmi við kröfurnar á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Leggur ESA fram tillögur um hvernig ráða megi bót á þessum atriðum.
Matvælastofnun setur fram aðgerðaráætlun
Matvælastofnun brást þegar í stað við aðfinnslunum og setti fram aðgerðaráætlun í samræmi við tillögur ESA. Hún er birt í eftirlitsskýrslunni og þar er gert ráð fyrir að henni verði að fullu lokið fyrir árslok 2021.
ESA ber skylda til þess samkvæmt EES-samningi að hafa eftirlit með því að aðildarríkin innleiði löggjöf samningsins og uppfylli þær kröfur sem hún gerir. Þessu hlutverki sinnir ESA með úttektarheimsóknum til ríkjanna þar sem eftirlit opinberra aðila er tekið út á sviði matvæla- og fóðuröryggis, dýraheilbrigðis og dýravelferðar.
Skýrsluna má nálgast í gegnum vef EFTA, eftasurv.int.
Fréttir 20. desember 2024
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...
Fréttir 20. desember 2024
Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...
Fréttir 20. desember 2024
Vænlegt lífgas- og áburðarver
Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...
Fréttir 19. desember 2024
Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...
Fréttir 19. desember 2024
Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...
Fréttir 19. desember 2024
Bjart er yfir Miðfirði
Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...
Fréttir 18. desember 2024
Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...
Fréttir 18. desember 2024
Mánaðarleg upplýsingagjöf
Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...
20. desember 2024
Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
20. desember 2024
Á kafi í hrossarækt
20. desember 2024
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
20. desember 2024
Særður fram úr myrkviðum aldanna
20. desember 2024