Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Eftirmál riðuveiki
Mynd / smh
Fréttir 8. júní 2023

Eftirmál riðuveiki

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sauðfjárbændurnir á Urriðaá og Bergsstöðum í Miðfirði standa saman í erfiðum samningaviðræðum við fulltrúa matvælaráðuneytisins um bótagreiðslur vegna niðurskurðar sem fyrirskipaður var á um 1.400 fjár á bæjunum tveimur í byrjun apríl eftir að riðuveiki var staðfest í þeirra hjörðum. Bæði bú voru meðal þeirra fremstu í íslenskri sauðfjárrækt þar sem mikil alúð var lögð í ræktunina. Á blaðsíðum 32–37 er fjallað um eftirmál riðuveiki á bæjum í Miðfirði og Skagafirði og rætt við bændur. Eru þeir sammála um að reglugerð sem ákvarðar bótagreiðslur sé í raun starfslokasamningur við bændur, enda geri hún ekki ráð fyrir að tjón sé að fullu bætt. Vilji bændur byrja upp á nýtt, með sambærilegan fjárstofn, þurfi þeir sjálfir að leggja til umtalsvert fjármagn. Auk þess séu afurðatjónsbætur langt undir meðalafurðum í dag. Frá vinstri eru þau Dagbjört Diljá Einþórsdóttir og Ólafur Rúnar Ólafsson á Urriðaá, Ari G. Guðmundsson og Elín Anna Skúladóttir á Bergsstöðum.

Sjá nánar á bls. 32–37. í nýjasta tölublaði Bændablaðsins

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...