Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ekkert eftirlit með innfluttri lífrænt vottaðri matvöru
Fréttir 13. febrúar 2015

Ekkert eftirlit með innfluttri lífrænt vottaðri matvöru

Höfundur: smh
Ekkert eftirlit er með matvöru sem flutt er til landsins sem lífrænt vottuð, frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Að sögn Einars Arnar Thorlacius, lögfræðings hjá Matvælastofnun, sem hefur lögbundið eftirlitshlutverk, hefur þessi málaflokkur að einhverju leyti orðið útundan. 
 
„Matvælastofnun býr við naumar fjárveitingar og mannskap og verður að forgangsraða málum. Við þá forgangsröðun hefur málaflokkurinn lífræn framleiðsla orðið sem sagt nokkuð útundan og kannski ekki fengið þá athygli sem hann á skilið.
 
Matvælastofnun fylgist fyrst og fremst með innflutningi á matvælum frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins, enda frjálst flæði vöru innan þess svæðis eins og kunnugt er.  Ekki er sérstaklega fylgst með lífrænni vottun við innflutning á vörum frá þriðju ríkjum [utan EES] umfram þær skyldur sem reglugerð um eftirlit með innflutningi á dýraafurðum frá ríkjum utan EES, leggur Matvælastofnun á herðar. 
 
Það liggur þó fyrir að Bandaríkin eru á lista yfir þriðju lönd sem heimilt er að flytja inn vörur frá og inn á EES.  Það merkir að það sem er vottað lífrænt í Bandaríkjunum samræmist stöðlum sem í gildi eru í ESB.
Reglugerð ESB/1235/2008 gildir um innflutning á lífrænum vörum frá þriðju ríkjum. Það ber þó að hafa í huga að Ísland hefur ekki enn tekið upp „nýjustu“ (frá 2008) ESB-reglugerð um lífræna framleiðslu. Gamla reglugerðin heldur því enn gildi sínu (ísl.nr. 74/2002),“ segir Einar.
 
Eftir því sem næst verður komist er ekki heldur fylgst með því magni af matvöru sem flutt er inn til landsins, sem lífrænt vottuð. Engin tollnúmer eru til fyrir þessar vörur, nema nú nýlega fyrir lífrænt vottaða mjólk. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið úthlutaði tollkvóta fyrir þá vöru frá 10. nóvember á síðasta ári sem gildir til 1. maí á þessu ári. 
 
Vegna skorts á þessum upplýsingum er erfitt að átta sig á hver eftirspurnin eftir þessum vörum er í raun og veru. 

3 myndir:

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...