Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Ekkert hægt að gera
Fréttir 14. júní 2024

Ekkert hægt að gera

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Æðarbændur fóru ekki varhluta af kulda og úrkomu á Norður- og Austurlandi í byrjun mánaðar.

Ágúst Marinó Ágústsson, æðar- og sauðfjárbóndi á Sauðanesi á Langanesi, segist ekki hafa getað gert neitt annað en að fylgjast með og vera í viðbragðsstöðu. Hann er þakklátur fyrir að úrkoman hafi verið í formi rigningar hjá honum, en inni í Þistilfirði, sem er skammt frá, snjóaði uppi á heiðum. Æðarvarpið er að mestu á litlum hólmum í lónum við árós. Mikill vatnsflaumur var í ánni sem hækkaði vatnsyfirborðið og vegna roks skvettist talsvert upp á hólmana þó ekki hafi flætt upp á þá. Ágúst segir eina lausn hafa verið að rjúfa ósinn ef hann hefði stíflast vegna ágangs sjávar.

Í Miðfirði á Langanesströnd er nokkuð stórt æðarvarp þar sem Marinó Oddsson er bóndi. Hann segist hafa sloppið nokkuð vel hvað varðar úrkomu á meðan kaldur vindur hafi verið viðvarandi og hvítt sé í fjöllum. „Í svona veðráttu er best að láta ekki sjá sig í varpinu,“ segir Marinó, en mikilvægt er að styggja fuglinn ekki af hreiðrunum. Hann telur að ekki hafi orðið mikið tjón, en ef blautur dúnn er tíndur nógu snemma skemmist hann ekki. Líði hins vegar of langur tími er hætt við að hann fúni og molnar dúnninn þá í sundur þegar hann er settur í hreinsun.

Skylt efni: Áhrif illviðris

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...