Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Ekkert hægt að gera
Fréttir 14. júní 2024

Ekkert hægt að gera

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Æðarbændur fóru ekki varhluta af kulda og úrkomu á Norður- og Austurlandi í byrjun mánaðar.

Ágúst Marinó Ágústsson, æðar- og sauðfjárbóndi á Sauðanesi á Langanesi, segist ekki hafa getað gert neitt annað en að fylgjast með og vera í viðbragðsstöðu. Hann er þakklátur fyrir að úrkoman hafi verið í formi rigningar hjá honum, en inni í Þistilfirði, sem er skammt frá, snjóaði uppi á heiðum. Æðarvarpið er að mestu á litlum hólmum í lónum við árós. Mikill vatnsflaumur var í ánni sem hækkaði vatnsyfirborðið og vegna roks skvettist talsvert upp á hólmana þó ekki hafi flætt upp á þá. Ágúst segir eina lausn hafa verið að rjúfa ósinn ef hann hefði stíflast vegna ágangs sjávar.

Í Miðfirði á Langanesströnd er nokkuð stórt æðarvarp þar sem Marinó Oddsson er bóndi. Hann segist hafa sloppið nokkuð vel hvað varðar úrkomu á meðan kaldur vindur hafi verið viðvarandi og hvítt sé í fjöllum. „Í svona veðráttu er best að láta ekki sjá sig í varpinu,“ segir Marinó, en mikilvægt er að styggja fuglinn ekki af hreiðrunum. Hann telur að ekki hafi orðið mikið tjón, en ef blautur dúnn er tíndur nógu snemma skemmist hann ekki. Líði hins vegar of langur tími er hætt við að hann fúni og molnar dúnninn þá í sundur þegar hann er settur í hreinsun.

Skylt efni: Áhrif illviðris

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...