Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Enn er allmikill snjór yfir túnum í landi Botns og Birkihlíðar í Súgandafirði. Töluvert kal virðist í túnunum.
Enn er allmikill snjór yfir túnum í landi Botns og Birkihlíðar í Súgandafirði. Töluvert kal virðist í túnunum.
Mynd / HKr
Fréttir 19. júní 2014

Enn snjór yfir túnum í Súgandafirði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Enn liggja töluverðir snjóskaflar yfir túnum á bæjunum Botni og Birkihlíð í Súgandafirði og segir Björn Birkisson bóndi að þess sé ekki að vænta alveg í bráð að snjó taki að fullu upp. Ástand þess hluta túnanna sem komin eru upp úr snjó er ekki sérstakt, enn eru þau hundblaut og þá virðist sem töluvert sé kalið.

„Það var óhemjumikill snjór hér í vetur, meiri en við höfum séð í um tvo áratugi, síðast var svo mikið magn hér árið 1995,“ segir Björn.  Norðaustanátt var ríkjandi á liðnum vetri með töluverðri úrkomi og fylltist dalbotninn af snjó.  „Það snjóaði hér jafnt og þétt í allan vetur þannig að magnið var óvenju mikið.  Það eru töluvert viðbrigði fyrir okkur að lenda í þessum hremmingum, við erum orðin svo góðu vön, það hefur verið fremur snjólétt hér um slóðir undanfarin ár. Það er líka óvenjulegt að svo mikill snjór sé á túnum þegar komið er þetta fram á sumarið.“

Þurfa yfir 2.000 heyrúllur

Í Botni og Birkihlíð er rekið blandað bú, um 300 kindur og allt í allt um 200 nautgripir, þar af um 65 mjólkandi kýr.  Sem nærri lætur þarf töluvert magn af heyi ofan í skepnurnar, eitthvað yfir 2.000 rúllur segir Björn, en tún við bæina eru fremur lítil, alls um 45 ha að stærð.  „Við höfum alltaf þurft að sækja hey annars staðar frá og mér sýnist að við þurfum að gera það í meiri mæli nú í haust og á komandi vetri en vant er.“

Björn segir ómögulegt að segja fyrir um hver málalok verði, hvernig túnin á endanum komi undan vetri, en þó sé ljóst að ekki sé ástæða til mikillar bjartsýni. Enn sé töluvert magn af snjó yfir túnum, mikil drulla á stórum hluta þeirra og langt sé síðan tún hafi verið svo illa útleikin. „En það hefur grænkað fljótt og vel það sem kemur undan snjó,“ segir hann.

Umtalsverður kostnaður

Björn segir að vissulega hafi hann áður séð jafn mikinn snjó á svæðinu og tún hafi líka farið illa um árin, en langt sé um liðið og því sé um ákveðið bakslag að ræða fyrir bændur.  „Þetta hefur verið svo gott undanfarin ár,“ segir hann.  Ljóst sé að kostnaður verði umtalsverður, bæði vegna meiri heykaupa og eins gæti komið til þess að endurrækta þyrfti hluta túnanna. 

4 myndir:

Skylt efni: Kal | Súgandafjörður

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...