Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Eplum að virði 100 milljón dala hent
Fréttir 22. júní 2015

Eplum að virði 100 milljón dala hent

Höfundur: Vilmundur Hansen

Metuppskera og launadeilur hafnarverkamanna á vestur­strönd Bandaríkjanna við viðsemjendur sína hafa orðið þess valdandi að birgðir af eplum hafa safnast upp hjá eplaræktendum í Washington-ríki.

Tíðin hefur verið eplabændum í Washington-ríki í Bandaríkjunum hagstæð í ár en langvarandi verkfall hafnarverkamanna hefur aftur á móti verið bændunum óhagstætt. Það er því víðar en á Íslandi sem vinnudeilur koma niður á bændum sem þriðja aðila sem er ótengdur kjaradeilunni.

Birgðir epla sem safnast hafa upp valda því að verð á eplum í ríkinu hefur lækkað það mikið að ekki borgar sig að vinna úr þeim eplasafa né geyma þau. Eplum að andvirði um 100 milljón Bandaríkjadali, ríflega 1,3 milljarðar íslenskra króna, hefur því verið dreift yfir eplaakra þar sem þau verða látin rotna og breytast í áburð.

Bændur í Washington-ríki eru stærstu framleiðendur epla í Bandaríkjunum og talið að árleg virði eplaræktarinnar þar sé um tveir milljarðar dalir. Um tveir þriðju eplanna eru flutt út til um 60 landa víðs vegar um heim.

Skylt efni: epli | matar sóun

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...