Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Uppi eru hugmyndir um að draga úr eftirliti á kjúklingakjöti innan Evrópu­sambandsins.
Uppi eru hugmyndir um að draga úr eftirliti á kjúklingakjöti innan Evrópu­sambandsins.
Fréttir 29. október 2018

ESB vill draga úr eftirliti á kjúklingakjöti

Höfundur: Vilmundur Hansen
Ef hugmyndir sem nú eru á sveimi innan reglugerðafargans Evrópusambandsins verða að veruleika má búast við að reglur um eftirlit með kjúklingakjöti verði rýmkaðar og að dregið verði úr eftirlitinu. Sérfræðingar segja óhjákvæmilegt annað en að matareitrunum muni fjölga í kjölfarið.
 
Samkvæmt núverandi reglum Evrópusambandsins er skylt að skoða alla kjúklinga sem er slátrað fyrir hugsanlegu smiti eða merkjum um smit áður en þeir fara á markað. Nú eru uppi hugmyndir um að draga úr eftirlitinu. Sérfræðingar segja að minna eftirlit muni óhjákvæmilega leiða til aukinnar tíðni matareitrana. 
 
Vilja draga úr eftirliti
 
Innan Evrópusambandsins eru uppi hugmyndir um að draga úr opinberu eftirliti með slátrun og heilbrigði kjúklinga sem fara á markað. Samkvæmt tillögum sem verið er að skoða er gert ráð fyrir því að í staðinn fyrir að hver einasti fugl verði skoðaður verði hér eftir einungis teknar stikkprufur til athugunar. Nýju reglurnar eiga aðallega að gilda um kjúklingaframleiðendur og afurðastöðvar sem standast opinberar kröfur um hreinlæti og sjúkdómavarnir. 
 
Rök fyrir minna eftirliti byggja á þeirri röksemd að öll meðferð á matvælum í dag sé betri en þegar fyrri reglur voru settar og að dregið hafi úr hættu á sýkingum.
 
Aukin hætta á smiti
 
Eftirlitsaðilar og talsmenn ýmissa neytendasamtaka segja aftur á móti að strangt eftirlit með kjúklingaslátrun og kjúklingakjöti sem fer á markað sé nauðsynlegt til að tryggja neytendum ósýkta vöru og benda á að kampýlóbakter sýking sé algengasta orsök matareitrunar í Evrópu. Fjöldi skráðra tilfella matareitrunar af völdum kampýlóbakter í Evrópu er um níu milljón á ári og fer vaxandi. Flest dæmin eru vegna smits úr kjúklingakjöti. 

Skylt efni: esb | Kjúklingar

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...