Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Félagar í Hestamannafélaginu Létti  endurbyggja rétt á Kaupangsbökkum
Fréttir 2. júní 2015

Félagar í Hestamannafélaginu Létti endurbyggja rétt á Kaupangsbökkum

Höfundur: Margét Þ. Þórsdóttir

Vaskir félagar úr Hestamanna­félaginu Létti á Akureyri hafa frá því í fyrrahaust unnið ötullega að því að endurbyggja rétt á jörð sinni Kaupangsbökkum.  

Réttin bætir mjög aðstöðu fyrir bæði hross og menn sem þarna fara um, en Kaupangsbakkar er sá áfangastaður á norðanverðu landinu sem hvað flestir hestamenn staldra við á.  Þaðan liggur leið fram í jörð meðfram bökkum Eyjafjarðarár sem og einnig leið austur yfir Bíldsárskarð og yfir Vaðlaheiði.

Sigfús Helgason, félagi í Létti, segir að hugmyndin um að endurbæta réttina hafi kviknað fyrir alvöru síðastliðið haust þegar hestamenn komu úr ferðalagi úr Þingeyjarsýslu og enduðu líkt og áður á Kaupangsbökkum.

„Það má segja að frá því hugmyndin fór á flug á haustdögum 2014 hafi mikið verið reiknað, teiknað, mokað, smíðað, borað og skrúfað,“ segir Sigfús. Allmargir Léttisfélagar hafa lagt hönd á plóg og unnið að kappi á liðnum vetri.

Næsta skref að bæta aðstöðu innandyra

„Það var löngu tímabært að hefja endurbætur á þeim mannvirkjum sem þarna standa,“ segir Sigfús.  Nú í vor og á komandi sumri er fyrirhugað að setja það á veggi sem enn standa eftir af þeim gömlu húsum sem enn standa og koma þar upp aðstöðu innandyra, svo hestamenn geti yljað sér á heitum kaffisopa.

„Með þessum framkvæmdum erum við núlifandi hestamenn í Létti að  halda á lofti og heiðra minningu þeirra félaga okkar sem hófu verkið, þakka um leið fyrir okkur og skila jörðinni sem okkur þykir svo vænt um til ungu kynslóðarinnar í félaginu.“

Þrískipt rétt um 550 fm að stærð

Sigfús segir að þær framkvæmdir sem staðið hafa yfir og haldið verður áfram við muni koma þeim sem leið eiga um bakka Eyjafjarðarár vel.  Réttin er þrískipt, tveir aðskildir dilkar sem hvor um sig er 150 fm að stærð og um 250 fm hólf vestan hennar, eða samtals um 550 fm.  Notaðir eru rafmagnsstaurar og 12 mm vír þræddur í gegn, en sams konar efni var notað í rétt sem stendur austan við Fosshól. Hestamannafélagið Léttir hafði forgöngu um þá myndarlegu framkvæmd.

Mikil framkvæmdagleði hjá Léttismönnum

Á næstu dögum verður enn ein réttin, svipuð þeirri og stendur á Kaupangsbökkum, byggð upp í Hlíðarholtshverfi, hesthúsahverfi á Akureyri.

„Það er hverju orði sannara að það er mikill framkvæmdahugur og kraftur í Léttisfélögum og þær framkvæmdir sem við höfum standið fyrir bæta alla aðstöðu fyrir hestamenn hér um slóðir til mikilla muna,“ segir Sigfús Helgason.

Skylt efni: Hestamenn | Léttir

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...