Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá Flateyjarbúinu.
Frá Flateyjarbúinu.
Mynd / TB
Fréttir 18. nóvember 2016

Fimm stærstu búin með 5.369 tonna mjólkurframleiðslu á 12 mánuðum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Mesta innlegg af mjólk frá einstökum búum á yfirstandandi ári samkvæmt upplýsingum hjá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) er ekki endilega í takti við mestu meðalnyt. Enda er þar um allra stærstu kúabúin að ræða. Fimm stærstu innleggjendurnir eru:
 
Kúabúið Flatey á Mýrum, Hornafirði, er með mest innlegg af mjólk. Það er í eigu Selbakka ehf., sem aftur er í eigu útgerðarfélagsins Skinneyjar Þinganess á Hornafirði, er með 189,5 árskýr. Þar er meðalnyt 6,546 kg. Búið er samkvæmt því að skila inn rúmlega 1.240 tonnum af mjólk á einu ári, en nýja fjósið er með framleiðslugetu upp á tvær milljónir lítra.  
 
Hrafnagil í Eyjafirði er í öðru sæti það sem af er ári, en þar búa Jón Elvar Hjörleifsson og Berglind Kristinsdóttir með 158,4 árskýr. Meðalnyt hjá þeim var 7.261 á síðustu 12 mánuðum og búið var því að skila rúmlega 1.150 tonnum af mjólk á tólf mánaða tímabili. 
 
Þverholtsbúið á Mýrum er með langflestar árskýr, eða um 250. Það er í eigu Daða Einarssonar og fjölskyldu. Meðalnytin í sumar var 4.800 kg en skýrslur skortir með nýrri tölum samkvæmt gögnum RML. Áætluð framleiðsla á ári ætti miðað við þetta að vera í kringum 1.200 tonn á tólf mánuðum.
 
Birtingaholt 1 í Hrunamannahreppi er fjórði stærsti innleggjarinn það sem af er ári. Þar búa Bogi Pétur Eiríksson og Svava Kristjánsdóttir með 118,7 árskýr. Meðalnyt hjá þeim var 7.269 á síðustu 12 mánuðum og heildarframleiðslan því tæplega 869 tonn.
 
Garður í Eyjafirði er í fimmta sæti það sem af er ári. Búið er rekið undir nafninu Grænigarður ehf. Þar búa bræðurnir Aðalsteinn og Garðar  Hallgrímssynir ásamt fjölskyldum með 131,2 árskýr. Meðalnytin hjá þeim var 6.934 og heildarframleiðsla miðað við það á tólf mánuðum því tæplega 910 tonn. 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...