Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frá Flateyjarbúinu.
Frá Flateyjarbúinu.
Mynd / TB
Fréttir 18. nóvember 2016

Fimm stærstu búin með 5.369 tonna mjólkurframleiðslu á 12 mánuðum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Mesta innlegg af mjólk frá einstökum búum á yfirstandandi ári samkvæmt upplýsingum hjá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) er ekki endilega í takti við mestu meðalnyt. Enda er þar um allra stærstu kúabúin að ræða. Fimm stærstu innleggjendurnir eru:
 
Kúabúið Flatey á Mýrum, Hornafirði, er með mest innlegg af mjólk. Það er í eigu Selbakka ehf., sem aftur er í eigu útgerðarfélagsins Skinneyjar Þinganess á Hornafirði, er með 189,5 árskýr. Þar er meðalnyt 6,546 kg. Búið er samkvæmt því að skila inn rúmlega 1.240 tonnum af mjólk á einu ári, en nýja fjósið er með framleiðslugetu upp á tvær milljónir lítra.  
 
Hrafnagil í Eyjafirði er í öðru sæti það sem af er ári, en þar búa Jón Elvar Hjörleifsson og Berglind Kristinsdóttir með 158,4 árskýr. Meðalnyt hjá þeim var 7.261 á síðustu 12 mánuðum og búið var því að skila rúmlega 1.150 tonnum af mjólk á tólf mánaða tímabili. 
 
Þverholtsbúið á Mýrum er með langflestar árskýr, eða um 250. Það er í eigu Daða Einarssonar og fjölskyldu. Meðalnytin í sumar var 4.800 kg en skýrslur skortir með nýrri tölum samkvæmt gögnum RML. Áætluð framleiðsla á ári ætti miðað við þetta að vera í kringum 1.200 tonn á tólf mánuðum.
 
Birtingaholt 1 í Hrunamannahreppi er fjórði stærsti innleggjarinn það sem af er ári. Þar búa Bogi Pétur Eiríksson og Svava Kristjánsdóttir með 118,7 árskýr. Meðalnyt hjá þeim var 7.269 á síðustu 12 mánuðum og heildarframleiðslan því tæplega 869 tonn.
 
Garður í Eyjafirði er í fimmta sæti það sem af er ári. Búið er rekið undir nafninu Grænigarður ehf. Þar búa bræðurnir Aðalsteinn og Garðar  Hallgrímssynir ásamt fjölskyldum með 131,2 árskýr. Meðalnytin hjá þeim var 6.934 og heildarframleiðsla miðað við það á tólf mánuðum því tæplega 910 tonn. 
Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...