Fiskeldisskóli slær í gegn
Mynd / Aðsend
Fréttir 26. ágúst 2024

Fiskeldisskóli slær í gegn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fiskeldisskóli unga fólksins hefur víða verið vel sóttur í sumar.

Fiskeldisskólinn er samstarfsverkefni vinnuskóla sveitarfélaga, Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri og fyrirtækja í fiskeldi. Honum er ætlað að bæta menntun tengda fiskeldi og miðla þekkingu til krakka á aldrinum 14-16 ára. Kennarar eru nemendur sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyri, ýmist útskrifaðir eða enn í námi.

„Skólinn hefur gengið mjög vel og mikill áhugi er á honum. Í sumar vorum við til dæmis að kenna í fyrsta sinn á Húsavík og í Þorlákshöfn en við höfum einnig kennt hann í Vesturbyggð og á Djúpavogi. Fiskeldisskólinn er hluti af „Bridges VET“ verkefni, sem er samstarfsverkefni Íslands, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands um nám í fiskeldi,“ segir Guðrún Arndís Jónsdóttir, forstöðumaður í Háskólanum í Akureyri, alsæl með áhuga unga fólksins á fiskeldisskólanum.

Skylt efni: Fiskeldisskólinn

Fiskeldisskóli slær í gegn
Fréttir 26. ágúst 2024

Fiskeldisskóli slær í gegn

Fiskeldisskóli unga fólksins hefur víða verið vel sóttur í sumar.

Mesti vöxturinn í mjólkurframleiðslu
Fréttir 23. ágúst 2024

Mesti vöxturinn í mjólkurframleiðslu

Búist er við að neysla á landbúnaðarvörum á heimsvísu aukist um 13 prósent á næs...

Anton Kári sveitarstjóri er nýr formaður
Fréttir 23. ágúst 2024

Anton Kári sveitarstjóri er nýr formaður

Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, er nýr formaður stjórn...

Bændur í sólarselluverkefni
Fréttir 23. ágúst 2024

Bændur í sólarselluverkefni

Fyrirtækið Alor sérhæfir sig í orkulausnum, meðal annars innleiðingu á framleiðs...

Upplýsingavefur um líforkuver fyrir dýraleifar
Fréttir 22. ágúst 2024

Upplýsingavefur um líforkuver fyrir dýraleifar

Vefurinn Líforka.is var formlega opnaður fyrir skemmstu, sem er upplýsingavefur ...

Smalahundar etja kappi
Fréttir 22. ágúst 2024

Smalahundar etja kappi

Smalahundafélag Íslands stendur fyrir landskeppni smalahunda 24. og 25. ágúst næ...

Vindmyllur fá grænt ljós
Fréttir 22. ágúst 2024

Vindmyllur fá grænt ljós

Gefið hefur verið út virkjanaleyfi fyrir fyrsta íslenska vindorkuverið, Búrfells...

Frestun hrossaútflutnings
Fréttir 21. ágúst 2024

Frestun hrossaútflutnings

Reglubundin yfirhalning farmflugvélar er ástæða þess að engin hross hafa verið f...